Hver var rændur? 23. júní 2005 00:01 "Hver var rændur?" spurði ég sjálfan mig þegar ég las DV í gær. Þar var haft eftir Guðmundi Árna Stefánssyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, þingmanni Samfylkingarinnar og tilvonandi sendiherra, að tilraunir einhverra manna til að ná yfirráðum yfir Sparisjóði Hafnarfjarðar væru "ekki minna en rán um hábjartan dag". Voru það hluthafar sparisjóðsins, sem kallast stofnfjáreigendur, sem voru rændir? Nei, samkvæmt fréttinni voru þeim boðnir tugir milljóna króna fyrir stofnbréf sín sem þeir fengu eftir að hafa lagt um tvö hundruð þúsund krónur í rekstur sparisjóðsins. Ágætis hagnaður ef rétt reynist og alls ekkert rán. Var það kannski starfsfólk sparisjóðsins sem var rænt? Varla. Ekki var hlutur þeirra tekinn ófrjálsri hendi ef einhver var. Þeir voru því ekki rændir frekar en starfsfólk Eimskips þegar Avion Group keypti það fyrirtæki af Burðarási á dögunum. Nú, en hvað með íbúa Hafnarfjarðar? Voru þeir rændir ? Ekki fær það staðist þegar betur er að gáð. Sparisjóður Hafnarfjarðar er ekki í eigu bæjarbúa og varla er hægt að stela frá þeim einhverju sem ekki er í þeirra eigu. Einstaklingar eignast ekkert sjálfkrafa í fyrirtækjum sem þeir eiga í viðskiptum við. En hvað með Guðmund Árna sjálfan eða Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra, sem lýstu áhyggjum sínum yfir þessu meinta tilboði til stofnfjáreigenda? Enn og aftur er svarið nei. Þeir verða ekki fátækari gangi þetta eftir. Enginn ofangreindra aðila verður í raun fátækari nái einhverjir aðrir yfirráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar en eru þar fyrir. Málið er nefnilega sáraeinfalt. Þegar menn eiga frjáls viðskipti tapar enginn. Í þessu tilviki er verið að tala um stofnfé í sparisjóði. Ljóst er að þótt einn selji sitt stofnfé fyrir uppsett verð tapar enginn annar. Ekki frekar en fólk tapar þegar það kaupir sér pylsu og kók - þótt þau viðskipti séu augljóslega smærri í sniðum. Lúðvík Geirsson segist ekki sjá hvernig hægt sé að fara með Sparisjóð Hafnarfjarðar eins og hverja aðra söluvöru á markaði. Af hverju ekki? Hvaða önnur lögmál gilda um sparisjóði en önnur fyrirtæki? Sparisjóðurinn er ekki stjórnsýslustofnun. Þetta er fjármálafyrirtæki á markaði sem þarf að keppa um viðskiptavini og selja þeim eftirsóknarverða þjónustu. Þegar þessum sjónarmiðum er haldið fram setja menn upp hatt lýðskrumarans og ítreka það sem kallað er samfélagsleg ábyrgð sparisjóðanna. Þeir séu "eign allra bæjarbúa". Í því sambandi er rétt að minna hina sömu á að þeir komu í veg fyrir að Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis væri breytt í hlutafélag. Um leið komu þeir í veg fyrir að stofnaður yrði sex milljarða króna sjóður sem átti að úthluta peningum árlega í menningu og listir, íþróttir, forvarnir og önnur "samfélagsleg verkefni" á sínu starfssvæði. Það var ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Talað var um að sjóðurinn hefði getað úthlutað um 300 milljónum króna árlega til þessara verkefna. Hefðu stjórnendur sparisjóðsins ekki sýnt mikla "samfélagslega ábyrgð" með því? Rekstrarform sparisjóðanna er úrelt. Þeir sem vilja ekki horfast í augu við það vinna sparisjóðunum í landinu meira ógagn en gagn. Ég get tekið undir með þeim sem segja að sparisjóðirnir séu mikilvægir í flóru fjármálafyrirtækja á landinu. En samkeppnin á milli fjármálafyrirtækja er hörð. Sífellt verður þjónustan betri og fjölbreyttari, eins og ný íbúðalán er dæmi um, og erfiðara fyrir sparisjóðina að keppa við sambærileg fyrirtæki. Hagræðing innan sparisjóðakerfisins er torsótt, möguleikar til vaxtar takmarkaðir og sameining virðist vera þyrnir í augum margra. Af þessu hafa eftirlitsstofnanir áhyggjur. Væri ekki nær fyrir Guðmund Árna og Lúðvík Geirsson að fagna því að einhverjir skuli hafa áhuga á að ná yfirráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar - hverjir svo sem þeir eru? Skiptir einhverju máli hver á sparisjóðina? Ef hinir sömu kysu að breyta sparisjóðnum í hlutafélag yrði til gríðarstór sjóður, Hafnarfjarðarsjóðurinn, sem gæti úthlutað háum fjárhæðum til verkefna í heimabyggð sem stjórnendur hans teldu mikilvæg? Eftir að hafa íhugað þetta er bara eitt svar rökrétt: "Það var enginn rændur, Guðmundur Árni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun
"Hver var rændur?" spurði ég sjálfan mig þegar ég las DV í gær. Þar var haft eftir Guðmundi Árna Stefánssyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, þingmanni Samfylkingarinnar og tilvonandi sendiherra, að tilraunir einhverra manna til að ná yfirráðum yfir Sparisjóði Hafnarfjarðar væru "ekki minna en rán um hábjartan dag". Voru það hluthafar sparisjóðsins, sem kallast stofnfjáreigendur, sem voru rændir? Nei, samkvæmt fréttinni voru þeim boðnir tugir milljóna króna fyrir stofnbréf sín sem þeir fengu eftir að hafa lagt um tvö hundruð þúsund krónur í rekstur sparisjóðsins. Ágætis hagnaður ef rétt reynist og alls ekkert rán. Var það kannski starfsfólk sparisjóðsins sem var rænt? Varla. Ekki var hlutur þeirra tekinn ófrjálsri hendi ef einhver var. Þeir voru því ekki rændir frekar en starfsfólk Eimskips þegar Avion Group keypti það fyrirtæki af Burðarási á dögunum. Nú, en hvað með íbúa Hafnarfjarðar? Voru þeir rændir ? Ekki fær það staðist þegar betur er að gáð. Sparisjóður Hafnarfjarðar er ekki í eigu bæjarbúa og varla er hægt að stela frá þeim einhverju sem ekki er í þeirra eigu. Einstaklingar eignast ekkert sjálfkrafa í fyrirtækjum sem þeir eiga í viðskiptum við. En hvað með Guðmund Árna sjálfan eða Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra, sem lýstu áhyggjum sínum yfir þessu meinta tilboði til stofnfjáreigenda? Enn og aftur er svarið nei. Þeir verða ekki fátækari gangi þetta eftir. Enginn ofangreindra aðila verður í raun fátækari nái einhverjir aðrir yfirráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar en eru þar fyrir. Málið er nefnilega sáraeinfalt. Þegar menn eiga frjáls viðskipti tapar enginn. Í þessu tilviki er verið að tala um stofnfé í sparisjóði. Ljóst er að þótt einn selji sitt stofnfé fyrir uppsett verð tapar enginn annar. Ekki frekar en fólk tapar þegar það kaupir sér pylsu og kók - þótt þau viðskipti séu augljóslega smærri í sniðum. Lúðvík Geirsson segist ekki sjá hvernig hægt sé að fara með Sparisjóð Hafnarfjarðar eins og hverja aðra söluvöru á markaði. Af hverju ekki? Hvaða önnur lögmál gilda um sparisjóði en önnur fyrirtæki? Sparisjóðurinn er ekki stjórnsýslustofnun. Þetta er fjármálafyrirtæki á markaði sem þarf að keppa um viðskiptavini og selja þeim eftirsóknarverða þjónustu. Þegar þessum sjónarmiðum er haldið fram setja menn upp hatt lýðskrumarans og ítreka það sem kallað er samfélagsleg ábyrgð sparisjóðanna. Þeir séu "eign allra bæjarbúa". Í því sambandi er rétt að minna hina sömu á að þeir komu í veg fyrir að Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis væri breytt í hlutafélag. Um leið komu þeir í veg fyrir að stofnaður yrði sex milljarða króna sjóður sem átti að úthluta peningum árlega í menningu og listir, íþróttir, forvarnir og önnur "samfélagsleg verkefni" á sínu starfssvæði. Það var ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Talað var um að sjóðurinn hefði getað úthlutað um 300 milljónum króna árlega til þessara verkefna. Hefðu stjórnendur sparisjóðsins ekki sýnt mikla "samfélagslega ábyrgð" með því? Rekstrarform sparisjóðanna er úrelt. Þeir sem vilja ekki horfast í augu við það vinna sparisjóðunum í landinu meira ógagn en gagn. Ég get tekið undir með þeim sem segja að sparisjóðirnir séu mikilvægir í flóru fjármálafyrirtækja á landinu. En samkeppnin á milli fjármálafyrirtækja er hörð. Sífellt verður þjónustan betri og fjölbreyttari, eins og ný íbúðalán er dæmi um, og erfiðara fyrir sparisjóðina að keppa við sambærileg fyrirtæki. Hagræðing innan sparisjóðakerfisins er torsótt, möguleikar til vaxtar takmarkaðir og sameining virðist vera þyrnir í augum margra. Af þessu hafa eftirlitsstofnanir áhyggjur. Væri ekki nær fyrir Guðmund Árna og Lúðvík Geirsson að fagna því að einhverjir skuli hafa áhuga á að ná yfirráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar - hverjir svo sem þeir eru? Skiptir einhverju máli hver á sparisjóðina? Ef hinir sömu kysu að breyta sparisjóðnum í hlutafélag yrði til gríðarstór sjóður, Hafnarfjarðarsjóðurinn, sem gæti úthlutað háum fjárhæðum til verkefna í heimabyggð sem stjórnendur hans teldu mikilvæg? Eftir að hafa íhugað þetta er bara eitt svar rökrétt: "Það var enginn rændur, Guðmundur Árni."
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun