Sport

Cleveland í vandræðum

Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. 
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×