Fékk dæmdar dánarbætur 15. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. Maðurinn greiddi umrædda ferð með VISA-gullkorti sínu en samkvæmt skilmálum kortsins var hann ferðatryggður fyrir sem nemur um 12 milljónum króna vegna andláts af slysförum. Óumdeilt er að tryggingin var í gildi hjá Tryggingamiðstöðinni og að greiðsluskylda félagsins varð virk við andlát mannsins. Sambýliskona hans leitaði eftir því að fá bæturnar greiddar eftir andlát hans en tryggingafélagið synjaði henni um bætur á þeim forsendum að þær greiddust eingöngu nánustu vandamönnum. Konan var ósátt við þá niðurstöðu og leit svo á á að hún nyti tryggingarverndar ef eittthvað kæmi upp. Meðal annnars var deilt um hvort sambúð þeirra hefði varað í eitt ár, eða þann lágmarkstíma sem tilgreindur er í vátryggingarskilmálum. Foreldrar mannsins sögðu fyrir dómi að konan hefði fengið leyfi þeirra til að gista hjá syni sínum sumarið 1998, en hvorugt kannaðist við að þau hefðu búið á heimili þeirra saman. Verulegt ósamræmi þótti í framburði konunnar, föður hennar og vinkvenna annars vegar og fjölskyldu og vina mannsins heitins hins vegar, varðandi dvöl stefnanda á heimili foreldra hins látna. Taldi héraðsdómur að skoða yrði framburðina í ljósi þess að verulegt ósætti kom upp milli stefnanda og fjölskyldu mannsins eftir andlát hans. Dómurinn taldi skýringar konunnar í málinu hins vegar trúverðugar og var fallist á tæplega 11 milljóna króna bótakröfu hennar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. Maðurinn greiddi umrædda ferð með VISA-gullkorti sínu en samkvæmt skilmálum kortsins var hann ferðatryggður fyrir sem nemur um 12 milljónum króna vegna andláts af slysförum. Óumdeilt er að tryggingin var í gildi hjá Tryggingamiðstöðinni og að greiðsluskylda félagsins varð virk við andlát mannsins. Sambýliskona hans leitaði eftir því að fá bæturnar greiddar eftir andlát hans en tryggingafélagið synjaði henni um bætur á þeim forsendum að þær greiddust eingöngu nánustu vandamönnum. Konan var ósátt við þá niðurstöðu og leit svo á á að hún nyti tryggingarverndar ef eittthvað kæmi upp. Meðal annnars var deilt um hvort sambúð þeirra hefði varað í eitt ár, eða þann lágmarkstíma sem tilgreindur er í vátryggingarskilmálum. Foreldrar mannsins sögðu fyrir dómi að konan hefði fengið leyfi þeirra til að gista hjá syni sínum sumarið 1998, en hvorugt kannaðist við að þau hefðu búið á heimili þeirra saman. Verulegt ósamræmi þótti í framburði konunnar, föður hennar og vinkvenna annars vegar og fjölskyldu og vina mannsins heitins hins vegar, varðandi dvöl stefnanda á heimili foreldra hins látna. Taldi héraðsdómur að skoða yrði framburðina í ljósi þess að verulegt ósætti kom upp milli stefnanda og fjölskyldu mannsins eftir andlát hans. Dómurinn taldi skýringar konunnar í málinu hins vegar trúverðugar og var fallist á tæplega 11 milljóna króna bótakröfu hennar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira