Ratchet snýr aftur, með aukahluti. 15. apríl 2005 00:01 Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4. leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki mjög léttlyndur þáttur, enda er hann byggður upp á sama hátt og Hringleikarnir í Róm til forna. Ratchet er látinn standa í hraðfleygum bardögum við mannvíga róbóta, sem hafa engan annan tilgang en að eyða honum af yfirborði jarðarinnar. Því miður, þá mun Ratchet ekki njóta aðstoðar Clanks í þetta skiptið, vegna þess að þegar þeim er rænt eru þeir teknir í sundur og geymdir á sitthvorum staðnum. Hann mun samt geta haft samband við Clank í gegnum talstöð, og þannig getur Clank leiðbeint honum þótt hann muni aldrei geta stigið inn í hasarinn til að hjálpa vini sínum. Strákarnir hjá Insomniac hafa lýst því yfir að þessi nýja viðbót muni breyta nokkuð til, og mun þessi útgáfa vera í dekkri viðfangsefnum heldur en hinir fyrri. Þeir neita því samt að þeir séu að hverfa frá þeim frábæra og létta húmor sem hefur einkennt Ratchet & Clank leikina hingað til, heldur segjast þeir aðeins vera að “stækka markhópinn”. Það sem þeir hafa birt úr leiknum er ennþá bara gróf vinna, og er á engan hátt nálægt því sem leikurinn mun bjóða upp á þegar hann er fullkláraður, en það sýnir hinsvegar vel hvernig hin nýja stefna mun líta út. Umhverfin eru dekkri, og leikurinn er á flestan hátt dekkri og grófari. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir alla aðdáendur góðra Platform leikja, og biðin mun ekki verða löng, því búist er við að leikurinn komi út næsta haust. Árni Pétur Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4. leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki mjög léttlyndur þáttur, enda er hann byggður upp á sama hátt og Hringleikarnir í Róm til forna. Ratchet er látinn standa í hraðfleygum bardögum við mannvíga róbóta, sem hafa engan annan tilgang en að eyða honum af yfirborði jarðarinnar. Því miður, þá mun Ratchet ekki njóta aðstoðar Clanks í þetta skiptið, vegna þess að þegar þeim er rænt eru þeir teknir í sundur og geymdir á sitthvorum staðnum. Hann mun samt geta haft samband við Clank í gegnum talstöð, og þannig getur Clank leiðbeint honum þótt hann muni aldrei geta stigið inn í hasarinn til að hjálpa vini sínum. Strákarnir hjá Insomniac hafa lýst því yfir að þessi nýja viðbót muni breyta nokkuð til, og mun þessi útgáfa vera í dekkri viðfangsefnum heldur en hinir fyrri. Þeir neita því samt að þeir séu að hverfa frá þeim frábæra og létta húmor sem hefur einkennt Ratchet & Clank leikina hingað til, heldur segjast þeir aðeins vera að “stækka markhópinn”. Það sem þeir hafa birt úr leiknum er ennþá bara gróf vinna, og er á engan hátt nálægt því sem leikurinn mun bjóða upp á þegar hann er fullkláraður, en það sýnir hinsvegar vel hvernig hin nýja stefna mun líta út. Umhverfin eru dekkri, og leikurinn er á flestan hátt dekkri og grófari. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir alla aðdáendur góðra Platform leikja, og biðin mun ekki verða löng, því búist er við að leikurinn komi út næsta haust.
Árni Pétur Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira