Imperial Glory 30. júní 2005 00:01 Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum. Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi. Þegar ég heyrði um þennan leik fyrst varð ég voða spenntur þar sem hann átti að vera mikið konfekt fyrir Total War: Rome aðdáendur eins og mig, ólíkir leikir, sem gerast á afar ólíkum tímabilum en búa báðir yfir svipuðum fíling. Með öðrum orðum, deila og drottna . Leikurinn er spilaður á þremur sviðum, þar er lotu kerfi þar sem maður horfir niður á heimskortið og spáir og spekúlerar þaðan sem og rauntíma herkænskuleikur á láði og legi. Það kom einmitt skemmtilega á óvart með sjó orrusturnar þar sem þær geta verið skemmtilegar og líka frábrugðnar því sem maður er vanur varðandi tölvuleiki og sjó orrustur sem samhengi. Stýra freigátum á hafi úti, ná að koma þeim í skotfæri (áður en andstæðingurinn nær því) buffa svo skipið, leggja að og láta menn sveifla sér yfir á þilfar óvinarins. Maður fer í nettann sjóræningja fíling þar. Orrusturnar í leiknum eru mjög vandaðar en einnig mjög hraðar. Mér þótti þær fyrst dálítið skrítnar og einfaldlega gerast of hratt en eftir ýmsar vangaveltur þá er ástæðan sú að leikurinn er mjög raunsær. Þegar ég meina hratt þá láttu þér ekki bregða ef þú missir hálfan herinn á innan við mínútu. Herirnir í leiknum samanstanda af fótgönguliði, riddaraliði og fallbyssum, ef þessum þremur hópum er beitt vel saman þá er hægt að afreka margt á vígvellinum. Það getur tekið mjög stuttan tíma að tapa orrustu og jafnvel styttri tíma að tapa öllu veldinu ef maður heldur ekki áttum. Leikurinn rifjar upp fyrir manni máltakið um þyngdaraflið og spilaborgina, þarf bara eitt spil svo að öll spilaborgin hrynji. Ég tildæmis tapaði öllu breska veldinu mínu í þremur lotum, og það var ekki bara hernaðarmáttur Frakka sem buffaði mig heldur einnig ýmsar diplómatískar og pólitískar ástæður. Þá er einmitt aðal kjarninn kominn, leikurinn ólíkt mörgum fyrirrennurum sínum byggir Imperial Glory mikið upp á pólitík og diplómatísk úrræði. Hljómar ekkert gasalega spennandi fyrst en gefur spilaranum langtum meira fyrir sinn snúð. Spilarinn gæti þurft að stofna varnarbandalög, laga sambönd við önnur veldi og í leiðinni bæta heimsímynd sína. Þetta gefur leiknum sína eigin sérstöðu og í rauninni kærkomna tilbreytingu fyrir strategíu fíkla. Einnig er í Imperial Glory möguleiki á ýmsum ævintýrum ef svo mætti að orði komast eins og að finna Rósettu steininn, hjálpa Simon Bolivar með uppreisn í Suður-Ameríku og ýmislegt í þeim dúr. Maður fær aðgang að þessum möguleikum með því að vera duglegur við að rannsaka og koma á fót tækninýjungum og þróunarmálum í ríki sínu. Þetta kemur komið manni vel fyrir og tildæmis aukið álit hins þekkta heims á veldinu. Ég stórlega efast um að það sé hægt að dæma allt um þennan leik í einum venjulegum dómi. Imperial Glory spannar slíkt og þvílíkt svið af möguleikum að ég hef sjaldan séð annað eins. Helstu gallarnir felast aðallega í hinum ýmsu smá klausum sem eru frekar lítilfjörlegar og eflaust eitthvað sem einhverjir harðir imperial Glory aðdáendur munu búa til “mods “ fyrir og láta inn á netið öðrum til ánægju ef ég þekki þennan bransa rétt. Allt er til fyrirmyndar, grafík og hljóð mjög góð. Leikurinn rennur mjög ljúflega , skítvirkar á pésanum mínum, er afar eigulegur og eins og áður sagt kærkominn fyrir fíkla eins og mig. Það mun líða einhver tími þar til þessi fer úr drifinu. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Pyro studios Útgefandi: Eidos Heimasíða: www.imperial-glory.info Franz Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum. Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi. Þegar ég heyrði um þennan leik fyrst varð ég voða spenntur þar sem hann átti að vera mikið konfekt fyrir Total War: Rome aðdáendur eins og mig, ólíkir leikir, sem gerast á afar ólíkum tímabilum en búa báðir yfir svipuðum fíling. Með öðrum orðum, deila og drottna . Leikurinn er spilaður á þremur sviðum, þar er lotu kerfi þar sem maður horfir niður á heimskortið og spáir og spekúlerar þaðan sem og rauntíma herkænskuleikur á láði og legi. Það kom einmitt skemmtilega á óvart með sjó orrusturnar þar sem þær geta verið skemmtilegar og líka frábrugðnar því sem maður er vanur varðandi tölvuleiki og sjó orrustur sem samhengi. Stýra freigátum á hafi úti, ná að koma þeim í skotfæri (áður en andstæðingurinn nær því) buffa svo skipið, leggja að og láta menn sveifla sér yfir á þilfar óvinarins. Maður fer í nettann sjóræningja fíling þar. Orrusturnar í leiknum eru mjög vandaðar en einnig mjög hraðar. Mér þótti þær fyrst dálítið skrítnar og einfaldlega gerast of hratt en eftir ýmsar vangaveltur þá er ástæðan sú að leikurinn er mjög raunsær. Þegar ég meina hratt þá láttu þér ekki bregða ef þú missir hálfan herinn á innan við mínútu. Herirnir í leiknum samanstanda af fótgönguliði, riddaraliði og fallbyssum, ef þessum þremur hópum er beitt vel saman þá er hægt að afreka margt á vígvellinum. Það getur tekið mjög stuttan tíma að tapa orrustu og jafnvel styttri tíma að tapa öllu veldinu ef maður heldur ekki áttum. Leikurinn rifjar upp fyrir manni máltakið um þyngdaraflið og spilaborgina, þarf bara eitt spil svo að öll spilaborgin hrynji. Ég tildæmis tapaði öllu breska veldinu mínu í þremur lotum, og það var ekki bara hernaðarmáttur Frakka sem buffaði mig heldur einnig ýmsar diplómatískar og pólitískar ástæður. Þá er einmitt aðal kjarninn kominn, leikurinn ólíkt mörgum fyrirrennurum sínum byggir Imperial Glory mikið upp á pólitík og diplómatísk úrræði. Hljómar ekkert gasalega spennandi fyrst en gefur spilaranum langtum meira fyrir sinn snúð. Spilarinn gæti þurft að stofna varnarbandalög, laga sambönd við önnur veldi og í leiðinni bæta heimsímynd sína. Þetta gefur leiknum sína eigin sérstöðu og í rauninni kærkomna tilbreytingu fyrir strategíu fíkla. Einnig er í Imperial Glory möguleiki á ýmsum ævintýrum ef svo mætti að orði komast eins og að finna Rósettu steininn, hjálpa Simon Bolivar með uppreisn í Suður-Ameríku og ýmislegt í þeim dúr. Maður fær aðgang að þessum möguleikum með því að vera duglegur við að rannsaka og koma á fót tækninýjungum og þróunarmálum í ríki sínu. Þetta kemur komið manni vel fyrir og tildæmis aukið álit hins þekkta heims á veldinu. Ég stórlega efast um að það sé hægt að dæma allt um þennan leik í einum venjulegum dómi. Imperial Glory spannar slíkt og þvílíkt svið af möguleikum að ég hef sjaldan séð annað eins. Helstu gallarnir felast aðallega í hinum ýmsu smá klausum sem eru frekar lítilfjörlegar og eflaust eitthvað sem einhverjir harðir imperial Glory aðdáendur munu búa til “mods “ fyrir og láta inn á netið öðrum til ánægju ef ég þekki þennan bransa rétt. Allt er til fyrirmyndar, grafík og hljóð mjög góð. Leikurinn rennur mjög ljúflega , skítvirkar á pésanum mínum, er afar eigulegur og eins og áður sagt kærkominn fyrir fíkla eins og mig. Það mun líða einhver tími þar til þessi fer úr drifinu. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Pyro studios Útgefandi: Eidos Heimasíða: www.imperial-glory.info
Franz Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira