Innlent

Vinstri grænir tvístígandi

Tryggvi Friðjónsson fulltrúi vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur studdi ákvörðun um að Orkuveita Reykjavíkur seldi Alcan helming raforku sem þarf til að stækka álverið í Straumsvík. Margir vinstri grænir eru þó tvístígandi. Fulltrúar Alcan á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur skrifuðu í gær undir samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Tekjur Orkuveitunnar verði um 60 milljarðar króna á samningstímanum. Vegna þessara áforma þarf að virkja frekar í Henglinum. Það kallar á nýtt umhverfismat. Tryggvi Friðjónsson segir að þetta mál sé ekki sambærilegt við andstöðu vinstri grænna fyrir skömmu síðan við að stjórnendur orkuveitunnar undirritaði samkomulag um sölu orku til álvers í Helguvík. Annars vegar sé um að ræða stækkun en hinsvegar nýtt álver sem eðlilegt hefði verið að fulltrúar flokka Reykjavíkurlistans að fjalla um hvert á sínum vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir vinstri grænir þó ósammála þessu og tvístígandi í málinu. Ekki er ósennilegt að boðað verði til samráðsfundar vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×