
Sport
Framlenging í Istanbul
Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell sem fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf)