Snorri Steinn í fótspor Ólafs 25. maí 2005 00:01 Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik. Íslenski handboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira