Neitað um ættleiðingu vegna offitu 19. maí 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira