Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir lögreglurannsókn á starfsemi fyrirtækis sem er með litháíska starfsmenn í vinnu hjá sér.
Á vef félagsins segir að mennirnir hafi verið lengi hér við störf. Þar segir að grunur leiki á að þeir séu ekki með atvinnuleyfi og fái greidd laun langt undir kjarasamningum. Lögreglurannsókn er sögð hafa hafist í gær og að hún haldi áfram í dag.