Innlent

Staðfesti símafund

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, staðfesti í viðtali í morgunþætti Talstöðvarinnar í gær að Halldór hefði átt samtal við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks um það hvort þeir gætu sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum haustið 2002. Um var að ræða símtalsfund milli tveggja fjárfestahópa sem sóttust eftir að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum, sem sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að Halldór Ásgrímsson hafi komið á símafundi milli hópanna tveggja og hann hafi sjálfur tekið þátt í fundinum. Hann hafi verið að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli um kaupin á Búnaðarbankanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×