Erlent

Al-Zarqawi segist við hestaheilsu

Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum en yfirlýsingin er þó birt á heimasíðu sem al-Qaida notar iðulega til að koma upplýsingum sínum á framfæri. Al-Zarqawi segir þar að hann þakki guði fyrir hversu vel fór og sögusagnir um að hann hafi særst verulega vera ýktar. Bandaríkjaher réðst gegn Zarqawi fyrir sex mánuðum þar sem hundrað tuttugu og fimm hryðjuverkamenn voru drepnir. Þá létust níu Bandaríkjamenn í bardögunum og fjörutíu þeirra særðust. Ekki er vitað hversu margir óbreyttir borgarar létust eða særðust í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×