Phoenix 1 - San Antonio 3 31. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig. NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig.
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira