Lagabreytingu þarf til 31. maí 2005 00:01 Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira