Undrast sakfellingu án nýrra gagna 31. maí 2005 00:01 Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira