Með stærstu mannvirkjum landsins 27. júní 2005 00:01 Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira