Stærsta skip landsins í höfn 22. maí 2005 00:01 "Ég býst að geta skilað einhverjum afla í land," segir Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjarinnar, stærsta skips íslenska flotans. Engey RE 1 lagði að bryggju við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um miðjan dag í gær. Skipið, sem er í eigu HB Granda, er engin smásmíð; það er105 metra langt, 20 metra breitt og 7.800 brúttótonn að þyngd og 26 skipverjar eru um borð. Skipið var smíðað á Spáni fyrir rúmum áratug en HB Grandi keypti það síðastliðið haust og lét gera upp í Póllandi. "Það er frábært að sigla þessu skipi, það lætur vel að stjórn," segir Þórður Magnússon, skiptstjóri Engeyjar. Togarinn verður notað til veiða á loðnu, síld og kolmunna. Endurbætur á skipinu miðuðust við að útbúa það sem best til uppsjávarveiða og er allur vinnslubúnaðurinn nýr, þar á meðal tuttugu lóðrétt frystitæki og sjö sjálfvirkar síldarflökunarvélar. Þórður er bjartsýnn á veiðarnar enda er tækjabúnaður skipsins eins og best verður á kosið og afkastageta þess feykileg; afli er sjókældur um leið og honum er dælt um borð og þangað til hann er flakaður. Flökunum er pakkað um borð og rúmar frystigeymsla skipsins um tvö þúsund bretti. Hægt er að frysta allt að 250 tonn á sólarhring og fiskimjölsverksmiðjan um borð afkastar allt að því 150 tonnum af hráefni á sólarhring. Allar íbúðir í skipinu eru nýjar og aðstaða skipverja um borð er ein sú besta sem völ er á í íslensku fiskiskipi. Þórður segist gera ráð fyrir að láta úr höfn fljótlega eftir sjómannadag, fram að því verður skipið undirbúið til veiða. Á föstudag gefst gestum og gangandi tækifæri á að fara um borð og skoða skipið. Þá verður skipið einnig til sýnis á Akranesi áður en það heldur í sína fyrstu veiðiferð. Þórður segist hlakka mikið til að sigla Engeynni út á mið og að framundan séu spennandi tímar. Fréttir Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
"Ég býst að geta skilað einhverjum afla í land," segir Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjarinnar, stærsta skips íslenska flotans. Engey RE 1 lagði að bryggju við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um miðjan dag í gær. Skipið, sem er í eigu HB Granda, er engin smásmíð; það er105 metra langt, 20 metra breitt og 7.800 brúttótonn að þyngd og 26 skipverjar eru um borð. Skipið var smíðað á Spáni fyrir rúmum áratug en HB Grandi keypti það síðastliðið haust og lét gera upp í Póllandi. "Það er frábært að sigla þessu skipi, það lætur vel að stjórn," segir Þórður Magnússon, skiptstjóri Engeyjar. Togarinn verður notað til veiða á loðnu, síld og kolmunna. Endurbætur á skipinu miðuðust við að útbúa það sem best til uppsjávarveiða og er allur vinnslubúnaðurinn nýr, þar á meðal tuttugu lóðrétt frystitæki og sjö sjálfvirkar síldarflökunarvélar. Þórður er bjartsýnn á veiðarnar enda er tækjabúnaður skipsins eins og best verður á kosið og afkastageta þess feykileg; afli er sjókældur um leið og honum er dælt um borð og þangað til hann er flakaður. Flökunum er pakkað um borð og rúmar frystigeymsla skipsins um tvö þúsund bretti. Hægt er að frysta allt að 250 tonn á sólarhring og fiskimjölsverksmiðjan um borð afkastar allt að því 150 tonnum af hráefni á sólarhring. Allar íbúðir í skipinu eru nýjar og aðstaða skipverja um borð er ein sú besta sem völ er á í íslensku fiskiskipi. Þórður segist gera ráð fyrir að láta úr höfn fljótlega eftir sjómannadag, fram að því verður skipið undirbúið til veiða. Á föstudag gefst gestum og gangandi tækifæri á að fara um borð og skoða skipið. Þá verður skipið einnig til sýnis á Akranesi áður en það heldur í sína fyrstu veiðiferð. Þórður segist hlakka mikið til að sigla Engeynni út á mið og að framundan séu spennandi tímar.
Fréttir Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira