Baugur í skaðabótamál við ríkið 1. júlí 2005 00:01 Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira