Detroit 3 - Philadelphia 1 2. maí 2005 00:01 Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig. NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig.
NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira