Olíufélögin borga 1,5 milljarða 2. maí 2005 00:01 Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira