Phoenix 4 - Memphis 0 2. maí 2005 00:01 Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig. NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig.
NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti