Herör gegn ólöglegu vinnuafli 2. maí 2005 00:01 "Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira