Vilja taka við af Blair 2. maí 2005 00:01 Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Tony Blair leiddi Verkamannaflokkinn til sigurs árið 1997 og aftur 2001. Á þessum átta árum hefur hann sjóast, elst og dalað mikið í vinsældum. Í upphafi ferilsins var hann ástæða sigurs Verkamannaflokksins, en kannanir benda til þess að hann sé nú dragbítur. Könnun dagblaðsins Guardian sýnir að almenningi finnst Blair hafa útgeislunina sem forsætisráðherra þarf að hafa og ber virðingu fyrir honum. Hins vegar sýnir sama könnun að hann er talinn lygari, ótrúverðugur og sleipur. Og loks segja fréttskýrendur að eftir tvö kjörtímabil sé almenningur hreinlega orðinn leiður á Blair og eigi bágt með því að trúa honum þegar hann lofar því að ástandið geti bara batnað. „Hvenær?“ er spurningin sem fólk spyr. Þeir sem vilja Blair á brott og komast að eru stjórnarandstöðuleiðtogarnir Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Leiðtogavandræði Íhaldsflokksins urði þess valdandi að Michael Howard kom aftur fram á sjónarsviðið 2003 eftir að hafa í raun hætt afskiptum af stjórnmálum. Könnun Guardian bendir til þess að fólk telji Howard heiðarlegri en Blair og að hann njóti virðingar, en sé talinn jafn ótrúverðugur og Blair og ekki síður sleipur. Og það sem skiptir líkast til einna mestu máli: hann þykir ekki hafa neina útgeislun. Meira að segja þrír af hverjum fjórum kjósendum Íhaldsflokksins eru á því að hann hafi ekki það sem til þarf. Þungavigtarmenn eru þegar sagðir leita að eftirmanni Howards, takist ekki að vinna fjörutíu ný þingsæti í kosningunum. Charles Kennedy er ungi maðurinn í hópnum. Hann gerðist frjálslyndur demókrati árið 1983, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, og var þá þegar talinn leiðtogaefni. Hann þykir hafa markað flokknum markvissa stefnu og er vinsæll meðal andstæðinga stríðsreksturs en hann var eini stjórnmálaleiðtoginn á breska þinginu sem lagðist gegn stríðinu í Írak. Hann er kjaftfor Skoti sem vakið hefur vonir flokksmanna um betri tíð. Hann er líka fyrsta forsætisráðherraefni í breskri stjórnmálasögu sem eignast barn í miðri kosningabaráttunni. Það segir þó sitt að veðmangarinn Ladbrokes telur líkur Kennedys á því að setjast á forsætisráðherrastól jafn líklegt og að sonurinn nýfæddi geri það. Og svo er það pólitísk framtíð Bretlands. Sem stendur er langlíkegast að Gordon Brown fjármálaráðherra verði löngu orðinn forsætisráðherra Bretlands næst þegar boðað verður til kosninga. Hann er margfalt vinsælli en Blair, nýtur meira trausts og er sagður sterki maðurinn innan flokksins. Slagorð margs gárungsins í Verkamannaflokknum þessi dægrin hljómar enda: „Kjóstu Blair, fáðu Brown.“ Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Tony Blair leiddi Verkamannaflokkinn til sigurs árið 1997 og aftur 2001. Á þessum átta árum hefur hann sjóast, elst og dalað mikið í vinsældum. Í upphafi ferilsins var hann ástæða sigurs Verkamannaflokksins, en kannanir benda til þess að hann sé nú dragbítur. Könnun dagblaðsins Guardian sýnir að almenningi finnst Blair hafa útgeislunina sem forsætisráðherra þarf að hafa og ber virðingu fyrir honum. Hins vegar sýnir sama könnun að hann er talinn lygari, ótrúverðugur og sleipur. Og loks segja fréttskýrendur að eftir tvö kjörtímabil sé almenningur hreinlega orðinn leiður á Blair og eigi bágt með því að trúa honum þegar hann lofar því að ástandið geti bara batnað. „Hvenær?“ er spurningin sem fólk spyr. Þeir sem vilja Blair á brott og komast að eru stjórnarandstöðuleiðtogarnir Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Leiðtogavandræði Íhaldsflokksins urði þess valdandi að Michael Howard kom aftur fram á sjónarsviðið 2003 eftir að hafa í raun hætt afskiptum af stjórnmálum. Könnun Guardian bendir til þess að fólk telji Howard heiðarlegri en Blair og að hann njóti virðingar, en sé talinn jafn ótrúverðugur og Blair og ekki síður sleipur. Og það sem skiptir líkast til einna mestu máli: hann þykir ekki hafa neina útgeislun. Meira að segja þrír af hverjum fjórum kjósendum Íhaldsflokksins eru á því að hann hafi ekki það sem til þarf. Þungavigtarmenn eru þegar sagðir leita að eftirmanni Howards, takist ekki að vinna fjörutíu ný þingsæti í kosningunum. Charles Kennedy er ungi maðurinn í hópnum. Hann gerðist frjálslyndur demókrati árið 1983, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, og var þá þegar talinn leiðtogaefni. Hann þykir hafa markað flokknum markvissa stefnu og er vinsæll meðal andstæðinga stríðsreksturs en hann var eini stjórnmálaleiðtoginn á breska þinginu sem lagðist gegn stríðinu í Írak. Hann er kjaftfor Skoti sem vakið hefur vonir flokksmanna um betri tíð. Hann er líka fyrsta forsætisráðherraefni í breskri stjórnmálasögu sem eignast barn í miðri kosningabaráttunni. Það segir þó sitt að veðmangarinn Ladbrokes telur líkur Kennedys á því að setjast á forsætisráðherrastól jafn líklegt og að sonurinn nýfæddi geri það. Og svo er það pólitísk framtíð Bretlands. Sem stendur er langlíkegast að Gordon Brown fjármálaráðherra verði löngu orðinn forsætisráðherra Bretlands næst þegar boðað verður til kosninga. Hann er margfalt vinsælli en Blair, nýtur meira trausts og er sagður sterki maðurinn innan flokksins. Slagorð margs gárungsins í Verkamannaflokknum þessi dægrin hljómar enda: „Kjóstu Blair, fáðu Brown.“
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira