Barin fyrir að kvarta undan látum 28. september 2005 00:01 Mynd/Vísir Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Vestmannaeyjum varð kona á sjötugsaldri fyrir fólskulegri líkamsárás aðfararnótt sunnudags. Lögreglan segir málið enn vera í rannsókn og að atburðarás sé frekar óljós en þó er ljóst að til stympinga kom milli konunnar og fjögurra ungmenna sem búa í sama fjölbýlishúsi. Ellefu ára gamalt barnabarn konunnar var statt hjá henni á meðan á árásinni stóð en þó er ekki talið að það hafi verið vakandi. Lögreglan segir að búið sé að yfirheyra sex ungmenni sem voru á staðnum. Tildrög árásarinnar eru þau að konan hafði kvartað undan hávaða við eiganda íbúðar á hæðinni fyrir ofan sig. Íbúðareigandinn býr ekki sjálfur í íbúðinni en í kjölfar kvörtunarinnar virðist sem ungmenni sem stödd voru í íbúðinni hafi ruðst inn til konunnar og veitt henni áverka sem meðal annars leiddu til þess að konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar og samkvæmt vef Eyjafrétta er talið að hún hafi slasast á baki. Konan er útskrifuð af sjúkrahúsinu og ekki er vitað nánar um áverka. Lögreglan í Vestmannaeyjum benti á í þessu samhengi að oft væri skynsmalegt fyrir fólk sem teldi sig þurfa að kvarta vegna partíláta eða næturhávaða að hafa frekar samband við lögreglu en húsráðendur þar sem fólk er oft í misjöfnu ástandi til þess að jafna ágreining um miðja nótt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Vestmannaeyjum varð kona á sjötugsaldri fyrir fólskulegri líkamsárás aðfararnótt sunnudags. Lögreglan segir málið enn vera í rannsókn og að atburðarás sé frekar óljós en þó er ljóst að til stympinga kom milli konunnar og fjögurra ungmenna sem búa í sama fjölbýlishúsi. Ellefu ára gamalt barnabarn konunnar var statt hjá henni á meðan á árásinni stóð en þó er ekki talið að það hafi verið vakandi. Lögreglan segir að búið sé að yfirheyra sex ungmenni sem voru á staðnum. Tildrög árásarinnar eru þau að konan hafði kvartað undan hávaða við eiganda íbúðar á hæðinni fyrir ofan sig. Íbúðareigandinn býr ekki sjálfur í íbúðinni en í kjölfar kvörtunarinnar virðist sem ungmenni sem stödd voru í íbúðinni hafi ruðst inn til konunnar og veitt henni áverka sem meðal annars leiddu til þess að konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar og samkvæmt vef Eyjafrétta er talið að hún hafi slasast á baki. Konan er útskrifuð af sjúkrahúsinu og ekki er vitað nánar um áverka. Lögreglan í Vestmannaeyjum benti á í þessu samhengi að oft væri skynsmalegt fyrir fólk sem teldi sig þurfa að kvarta vegna partíláta eða næturhávaða að hafa frekar samband við lögreglu en húsráðendur þar sem fólk er oft í misjöfnu ástandi til þess að jafna ágreining um miðja nótt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira