Sport

Ballesteros snýr aftur

NordicPhotos/GettyImages
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur tilkynnt að hann ætli sér að snúa aftur í atvinnumennsku fljótlega, en hann hefur ekki spilað sem atvinnumaður í næstum tvö ár. Ballesteros hefur þjáðst af bakmeiðslum og hefur átt erfitt með að ráða við þyngdina á síðustu tveimur árum, en nú segist kappinn vera óðum að ná sér. "Ég er búinn að æfa vel og ég er í eins góðri þyngd og ég hef verið á síðustu tíu árum. Mér líður mjög vel í dag og ég vil taka það fram að ég var ekki hættur, ég ákvað bara að taka mér frí og nú þykir mér kominn tími á endurkomuna," sagði sá spænski, sem á sínum tíma var einn allra besti kylfingur heims. Ballesteros hefur sett stefnuna á að vera með á Opna Madrídarmótinu dagana 13.-16. október næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×