Sport

Tölfræði úr handboltanum í kvöld

Sebastian Alexandersson var maður kvöldsins í DHL deildinni, þegar hann varði hvorki meira né minna en 30 skot í marki Selfyssinga í sigri þeirra á Þór í kvöld. Þar af varði Sebastian þrjú vítaköst og kórónaði frammistöðu sína með því að skora mark. Selfoss 29 - Þór 26. Vladimir Duric skoraði 9 mörk fyrir Selfoss og Ívar Grétarsson 8, en hjá Þór var Rúnar Sigtryggsson markahæstur með 6 mörk. ÍBV 33 - Víkingur/Fjölnir 31. Mladen Cacic skoraði 10 mörk fyrir heimamenn og Goran Kuzmanovski 9, en Sverrir Hermannsson skoraði 10 mörk fyrir Víking/Fjölni, Árni Björn Þórarinsson 9 og Björn Guðmundsson skoraði 8. Fram 26 - Afturelding 21. Sergeyi Serenka skoraði 7 mörk fyrir Fram, en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 fyrir Aftureldingu. Fylkir 27 - FH 22. Hjá Fylki skoraði Heimir Örn Árnason 8 mörk og Hreinn Þór Hauksson 6, en Andri Berg Haraldsson skoraði mest fyrir Hafnfirðinga eða 6 mörk. Stjarnan 30 - ÍR 38. Arnar Theódórsson var markahæstur hjá Stjörnunni með 6 mörk, en Ragnar Helgason skoraði 9 fyrir ÍR og Ólafur Sigurjónsson skoraði 8 mörk. Valur 29 - Haukar 32.  Mohamadi Loutoufi skoraði 9 mörk fyrir Val og Sigurður Eggertsson 7, en hjá Haukum skoraði Jón Karl Björnsson 8 mörk og Árni Sigtryggsson 7. Hlynur Jóhannesson varði 19 skot í marki Vals, en Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot í marki Hauka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×