Deilurnar um Impregilo 8. janúar 2005 00:01 Ekki er óeðlilegt að forystumenn íslenskrar verkalýðshreyfingar fylgist grannt með kjörum og aðbúnaði erlendra verkamanna við Kárahnjúkavirkjun. Í samningi íslenskra stjórnvalda við ítalska verkatakafyrirtækið Impregilo er kveðið á um að það skuli miða kaup og kjör allra starfsmanna sinna við virkjunina við gildandi kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Þó að opinberar stofnanir hljóti að fylgjast með því að við þetta ákvæði sé staðið er réttmætt að verkalýðshreyfingin kanni það einnig með sjálfstæðum hætti enda getur misbrestur á þessu sviði haft áhrif á það hvernig aðrir innlendir og erlendir vinnuveitendur ganga fram. En telji launþegaforingjar að virkjunarsamningurinn sé ekki haldinn hvað þetta varðar verða þeir að leggja trúverðug gögn fram máli sínu til stuðnings. Á það hefur skort og á meðan hlýtur ítalski verktakinn að njóta vafans. Í aðdraganda framkvæmdanna við Kárahnjúka áttu margir von á því að þær mundu fara langleiðina með að útrýma atvinnuleysi hér á landi. Því fer fjarri að það hafi gerst. Atvinnuleysingjar, jafnt á Austfjörðum sem annars staðar á landinu, hafa ekki hópast að Kárahnjúkavirkjun og hefur Impregilo því þurft að flytja inn mun fleiri erlenda verkamenn en ráðgert var í upphafi. Ástæðurnar fyrir því að Kárahnjúkar hafa ekki aðdráttarafl fyrir íslenskt verkafólk virðast vera margþættar, en einkum er nefnt til sögu skipulag vinnutímans, sem er annað en hér hefur tíðkast, og laun sem fela ekki í sér yfirgreiðslur með sama hætti og tíðkaðist við virkjanaframkvæmdir á hálendinu fyrr á árum og gerðu þá störfin mjög eftirsóknarverð. Þá spilar einnig inn í að nú er krafist sérhæfðari reynslu og verkmenntunar sem ekki virðist nægilegt framboð á meðal Íslendinga sem eru á atvinnuleysisskrá. Frá efnahagssjónarmiði er það jákvætt að ekki hefur skapast óeðlileg keppni um vinnuafl við Kárahnjúka. Sú skoðun á ekki lengur hljómgrunn í þjóðfélaginu að stundarávinningur einstrakra launþegahópa geti komið í staðinn fyrir stöðugleika sem í reynd er besta tryggingin fyrir vaxandi kaupmætti. Ef verkalýðsforingjar sakna þeirra tíma þegar barist var um vinnuafl með tilheyrandi yfirboðum og launaskriði eru þeir á villigötum. Átti ekki þjóðarsáttin fyrir hálfum öðrum áratug að innsigla að slíkt óraunsæi væri liðin tíð? Yfirlýsing Impregilo um að ekki sé unnt að ábyrgjast verklok framkvæmda á tilsettum tíma fái fyrirtækið ekki að ráða erlenda starfsmenn eins og það hefur óskað eftir kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Auðvitað felst í henni ákveðinn þrýstingur á opinbera aðila um útgáfu atvinnuleyfa en horfast verður í augu við að miklir hagsmunir eru í húfi, jafnt fyrir verktakann sem íslenskra ríkið. Þau viðbrögð formanns Rafiðnaðarsambandsins hér í blaðinu í gær að þetta væru "hótanir í garð Íslendinga" bera svip gamaldags viðleitni til að blanda þjóðernisrembingi inn á svið þar sem hann á ekkert erindi. Í rauninni er þetta mál einfalt. Ef Impregilo stendur við virkjanasamninginn á verkalýðshreyfingin að láta fyrirtækið í friði. Sé samningurinn ekki virtur er það skylda íslenska stjórnvalda að grípa inn í jafnvel þótt það skapi tímabundna óvissu um framgang verksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ekki er óeðlilegt að forystumenn íslenskrar verkalýðshreyfingar fylgist grannt með kjörum og aðbúnaði erlendra verkamanna við Kárahnjúkavirkjun. Í samningi íslenskra stjórnvalda við ítalska verkatakafyrirtækið Impregilo er kveðið á um að það skuli miða kaup og kjör allra starfsmanna sinna við virkjunina við gildandi kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Þó að opinberar stofnanir hljóti að fylgjast með því að við þetta ákvæði sé staðið er réttmætt að verkalýðshreyfingin kanni það einnig með sjálfstæðum hætti enda getur misbrestur á þessu sviði haft áhrif á það hvernig aðrir innlendir og erlendir vinnuveitendur ganga fram. En telji launþegaforingjar að virkjunarsamningurinn sé ekki haldinn hvað þetta varðar verða þeir að leggja trúverðug gögn fram máli sínu til stuðnings. Á það hefur skort og á meðan hlýtur ítalski verktakinn að njóta vafans. Í aðdraganda framkvæmdanna við Kárahnjúka áttu margir von á því að þær mundu fara langleiðina með að útrýma atvinnuleysi hér á landi. Því fer fjarri að það hafi gerst. Atvinnuleysingjar, jafnt á Austfjörðum sem annars staðar á landinu, hafa ekki hópast að Kárahnjúkavirkjun og hefur Impregilo því þurft að flytja inn mun fleiri erlenda verkamenn en ráðgert var í upphafi. Ástæðurnar fyrir því að Kárahnjúkar hafa ekki aðdráttarafl fyrir íslenskt verkafólk virðast vera margþættar, en einkum er nefnt til sögu skipulag vinnutímans, sem er annað en hér hefur tíðkast, og laun sem fela ekki í sér yfirgreiðslur með sama hætti og tíðkaðist við virkjanaframkvæmdir á hálendinu fyrr á árum og gerðu þá störfin mjög eftirsóknarverð. Þá spilar einnig inn í að nú er krafist sérhæfðari reynslu og verkmenntunar sem ekki virðist nægilegt framboð á meðal Íslendinga sem eru á atvinnuleysisskrá. Frá efnahagssjónarmiði er það jákvætt að ekki hefur skapast óeðlileg keppni um vinnuafl við Kárahnjúka. Sú skoðun á ekki lengur hljómgrunn í þjóðfélaginu að stundarávinningur einstrakra launþegahópa geti komið í staðinn fyrir stöðugleika sem í reynd er besta tryggingin fyrir vaxandi kaupmætti. Ef verkalýðsforingjar sakna þeirra tíma þegar barist var um vinnuafl með tilheyrandi yfirboðum og launaskriði eru þeir á villigötum. Átti ekki þjóðarsáttin fyrir hálfum öðrum áratug að innsigla að slíkt óraunsæi væri liðin tíð? Yfirlýsing Impregilo um að ekki sé unnt að ábyrgjast verklok framkvæmda á tilsettum tíma fái fyrirtækið ekki að ráða erlenda starfsmenn eins og það hefur óskað eftir kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Auðvitað felst í henni ákveðinn þrýstingur á opinbera aðila um útgáfu atvinnuleyfa en horfast verður í augu við að miklir hagsmunir eru í húfi, jafnt fyrir verktakann sem íslenskra ríkið. Þau viðbrögð formanns Rafiðnaðarsambandsins hér í blaðinu í gær að þetta væru "hótanir í garð Íslendinga" bera svip gamaldags viðleitni til að blanda þjóðernisrembingi inn á svið þar sem hann á ekkert erindi. Í rauninni er þetta mál einfalt. Ef Impregilo stendur við virkjanasamninginn á verkalýðshreyfingin að láta fyrirtækið í friði. Sé samningurinn ekki virtur er það skylda íslenska stjórnvalda að grípa inn í jafnvel þótt það skapi tímabundna óvissu um framgang verksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun