
Sport
Heimsliðið yfir í Forsetabikarnum

Heimsliðið hefur góða forystu gegn liði Bandaríkjamanna í forsetabikarnum í golfi eftir fyrsta keppnisdag, en leikið er í Virginíu. Heimsliðið er með 3,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Bandaríkjamanna. Tiger Woods og Fred Couples þurftu að játa sig sigraða gegn Suður-Afríkumanninum Retief Goosen og Ástralanum Adam Scott með fjórum vinningum gegn þremur. Sýn verður með útsendingar frá mótinu á meðan það stendur yfir.