Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27.
Atkvæðamestir í liði Hauka í dag voru þeir Andri Stefan með 11 mörk, Árni Þór Sigtryggsson með 9 og Samúel Ívar Árnason með 7.
Hjá Víkingi/Fjölni skoruðu Sverrir Hermannsson og Brjánn Bjarnason báðir 6 mörk og Pálmar Sigurjónsson og Björn Guðmundsson skoruðu báðir 5 mörk.
Bergsveinn Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Selfoss gegn Val og Einar Örn Guðmundsson skoraði 7, en hjá Val skoraði Baldvin Þorsteinsson 10 mörk og Muhaman Loutoufi var með 6 mörk.