Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa stýrt Stjörnunni frá haustinu 2018 hætti Kristján Guðmundsson þjálfun liðsins um mitt síðasta sumar. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við af Kristjáni, stýrði Stjörnunni út tímabilið og verður áfram með liðið. Akureyringurinn Andrea Mist Pálsdóttir er í stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/diego Í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra tapaði Stjarnan fyrir Þrótti í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni efri hlutans. Tímabilinu var þá svo gott sem lokið fyrir Stjörnukonur. Þær voru í góðri fjarlægð frá neðstu liðunum og engu breytti þótt Stjarnan ynni aðeins einn af þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Niðurstaðan varð 7. sæti sem er versti árangur Stjörnunnar síðan liðið kom upp í efstu deild 1992. Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar (4-3-3): Vera Varis Arna Dís Arnþórsdóttir - Anna María Baldursdóttir - Eyrún Embla Hjartardóttir - Jakobína Hjörvarsdóttir Jessica Ayers - Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir - Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir Hulda Hrund Arnarsdóttir - Hrefna Jónsdóttir - Gyða Kristín Gunnarsdóttir Í sumar á að gera betur enda sættir enginn í Garðabænum sig að komast ekki í úrslitakeppni efri hlutans. Talsverð reynsla er í Stjörnuliðinu í bland við unga og lofandi leikmenn og Jóhannes Karl þjálfari hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Komnar: Vera Varis frá Keflavík Margrét Lea Gísladóttir frá Breiðabliki Jakobína Hjörvarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Jana Sól Valdimarsdóttir frá HK Birna Jóhannsdóttir frá HK Farnar: Erin McLeod til Halifax Tides (Kanada) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir til Halifax Tides (Kanada) Ingibjörg Erla Sigurðardóttir til Grindavíkur/Njarðvíkur Sóley Edda Ingadóttir til Vals Katrín Erla Clausen til Fram Hrafnhildur Salka Pálmadóttir til Vals (var á láni hjá HK) Eydís María Waagfjörð til Grindavíkur/Njarðvíkur (var á láni hjá Álftanesi) Ólína Ágústa Valdimarsdóttir til Fram Stjarnan hefur gert vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur og liðið lítur betur út en á sama tíma í fyrra. Hjónin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod fóru til Kanada. Gunnhildur spilaði ekkert með Stjörnunni í fyrra vegna barneigna en Erin stóð vaktina í markinu mest allt tímabilið. Til að fylla skarð hennar sótti Stjarnan Veru Varis frá Keflavík. Sú finnska lék vel með Keflvíkingum 2023 og 2024 og er hörkumarkvörður. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Margrét Lea Gísladóttir, sem spilaði slatta með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili auk þess að leika sem lánsmaður með Gróttu, er komin í Garðabæinn og styrkir Stjörnuliðið. Svo gerði Stjarnan vel í að landa Jakobínu Hjörvarsdóttur á láni frá Breiðabliki. Hún fékk fá tækifæri með meisturunum í fyrra en Akureyringurinn er mjög öflugur leikmaður og þær Anna María Baldursdóttir ættu að mynda sterkt miðvarðapar í Garðabænum. Stjarnan fékk einnig Jönu Sól Valdimarsdóttur og Birnu Jóhannsdóttur frá HK en báðar eru þær fyrrverandi leikmenn Garðabæjarliðsins og auka breiddina framarlega á vellinum. Þá verður Jessica Ayers, sem lék með Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils, áfram í Garðabænum og þá hélt liðið Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur þrátt fyrir áhuga Vals. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég reikna með að Stjarnan haldi áfram í svipaðri vegferð og liðið hefur verið á. Það urðu eins og þekkt er, þjálfaraskipti á miðju síðasta tímabili, og Jóhannes Karl sem tók við liðinu þá er áfram við stýrið. Í fyrra gerði hann engar dramatískar breytingar heldur skerpti á atriðum sem betur máttu fara og nú hefur hann haft heilt undirbúningstímabil til þess að þróa liðið enn frekar og móta sinn leikmannahóp,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem er sérfræðingur í Bestu mörkunum eins og síðustu ár. „Í fyrra rétt missti liðið af sæti í efri hlutanum og það verður þeim vonandi bara hvatning inn í sumarið. Liðið er vel skipulagt til baka og það er gríðarlega sterkt fyrir Garðbæinga að hafa haldið Jessicu Ayers innan sinna raða. Hún kom með nýja orku og mikinn leikskilning inná miðsvæðið hjá liðinu í fyrra og verður í lykilhlutverki í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) „Hrefna Jónsdóttir mætir árinu eldri og þroskaðri í framherjastöðuna og skemmtikrafturinn Úlfa Dís tekur heilt tímabil eftir að hafa klárað háskólanámið sitt. Það er vonandi góðs viti en annars virðist gott jafnvægi í leikmannhópnum sem er skemmtilega samsettur af eldri og yngri, reyndari og óreyndari leikmönnum.“ „Mín tilfinning er sú að það gæti orðið stutt á milli liðanna í 3-7. sæti og ef Stjörnuliðið helst heilt og heldur einbeitingu geta þær vel látið að sér kveða í efri hlutanum.“ Anna María Baldursdóttir hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril og er fyrirliði liðsins.vísir/diego Lykilmenn Lykilmenn Vera Varis, 31 árs markvörður Anna María Baldursdóttir, 30 ára miðvörður Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, 23 ára framherji Fylgist með Undanfarin tvö ár hefur Sandra Hauksdóttir leikið með Álftanesi í 2. deild. Hún er nú komin aftur í Stjörnuna og lék þrjá af fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Sandra, sem er fædd 2008, er sterkur varnarmaður sem gæti fengið eldskírn sína í Bestu deildinni í sumar. Í besta/versta falli Síðasta tímabil var vonbrigði í Garðabænum og Stjörnukonur ætla sér að bæta upp fyrir það. Að komast í efri úrslitakeppnina hlýtur að vera algjört lágmark og annað varla í boði. Stjörnuliðið er sterkara en í fyrra en nýju leikmennirnir ættu að geta togað liðið ofar í töfluna. Ef gjörsamlega allt gengur upp og gott jafnvægi næst milli varnar og sóknar gæti Stjarnan gert atlögu að 3. sætinu. Ofar fer liðið varla en Stjörnukonur ættu að vera léttari í lund í haust en eftir síðasta tímabil. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01 Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa stýrt Stjörnunni frá haustinu 2018 hætti Kristján Guðmundsson þjálfun liðsins um mitt síðasta sumar. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við af Kristjáni, stýrði Stjörnunni út tímabilið og verður áfram með liðið. Akureyringurinn Andrea Mist Pálsdóttir er í stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/diego Í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra tapaði Stjarnan fyrir Þrótti í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni efri hlutans. Tímabilinu var þá svo gott sem lokið fyrir Stjörnukonur. Þær voru í góðri fjarlægð frá neðstu liðunum og engu breytti þótt Stjarnan ynni aðeins einn af þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Niðurstaðan varð 7. sæti sem er versti árangur Stjörnunnar síðan liðið kom upp í efstu deild 1992. Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar (4-3-3): Vera Varis Arna Dís Arnþórsdóttir - Anna María Baldursdóttir - Eyrún Embla Hjartardóttir - Jakobína Hjörvarsdóttir Jessica Ayers - Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir - Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir Hulda Hrund Arnarsdóttir - Hrefna Jónsdóttir - Gyða Kristín Gunnarsdóttir Í sumar á að gera betur enda sættir enginn í Garðabænum sig að komast ekki í úrslitakeppni efri hlutans. Talsverð reynsla er í Stjörnuliðinu í bland við unga og lofandi leikmenn og Jóhannes Karl þjálfari hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Komnar: Vera Varis frá Keflavík Margrét Lea Gísladóttir frá Breiðabliki Jakobína Hjörvarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Jana Sól Valdimarsdóttir frá HK Birna Jóhannsdóttir frá HK Farnar: Erin McLeod til Halifax Tides (Kanada) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir til Halifax Tides (Kanada) Ingibjörg Erla Sigurðardóttir til Grindavíkur/Njarðvíkur Sóley Edda Ingadóttir til Vals Katrín Erla Clausen til Fram Hrafnhildur Salka Pálmadóttir til Vals (var á láni hjá HK) Eydís María Waagfjörð til Grindavíkur/Njarðvíkur (var á láni hjá Álftanesi) Ólína Ágústa Valdimarsdóttir til Fram Stjarnan hefur gert vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur og liðið lítur betur út en á sama tíma í fyrra. Hjónin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod fóru til Kanada. Gunnhildur spilaði ekkert með Stjörnunni í fyrra vegna barneigna en Erin stóð vaktina í markinu mest allt tímabilið. Til að fylla skarð hennar sótti Stjarnan Veru Varis frá Keflavík. Sú finnska lék vel með Keflvíkingum 2023 og 2024 og er hörkumarkvörður. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Margrét Lea Gísladóttir, sem spilaði slatta með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili auk þess að leika sem lánsmaður með Gróttu, er komin í Garðabæinn og styrkir Stjörnuliðið. Svo gerði Stjarnan vel í að landa Jakobínu Hjörvarsdóttur á láni frá Breiðabliki. Hún fékk fá tækifæri með meisturunum í fyrra en Akureyringurinn er mjög öflugur leikmaður og þær Anna María Baldursdóttir ættu að mynda sterkt miðvarðapar í Garðabænum. Stjarnan fékk einnig Jönu Sól Valdimarsdóttur og Birnu Jóhannsdóttur frá HK en báðar eru þær fyrrverandi leikmenn Garðabæjarliðsins og auka breiddina framarlega á vellinum. Þá verður Jessica Ayers, sem lék með Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils, áfram í Garðabænum og þá hélt liðið Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur þrátt fyrir áhuga Vals. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég reikna með að Stjarnan haldi áfram í svipaðri vegferð og liðið hefur verið á. Það urðu eins og þekkt er, þjálfaraskipti á miðju síðasta tímabili, og Jóhannes Karl sem tók við liðinu þá er áfram við stýrið. Í fyrra gerði hann engar dramatískar breytingar heldur skerpti á atriðum sem betur máttu fara og nú hefur hann haft heilt undirbúningstímabil til þess að þróa liðið enn frekar og móta sinn leikmannahóp,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem er sérfræðingur í Bestu mörkunum eins og síðustu ár. „Í fyrra rétt missti liðið af sæti í efri hlutanum og það verður þeim vonandi bara hvatning inn í sumarið. Liðið er vel skipulagt til baka og það er gríðarlega sterkt fyrir Garðbæinga að hafa haldið Jessicu Ayers innan sinna raða. Hún kom með nýja orku og mikinn leikskilning inná miðsvæðið hjá liðinu í fyrra og verður í lykilhlutverki í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) „Hrefna Jónsdóttir mætir árinu eldri og þroskaðri í framherjastöðuna og skemmtikrafturinn Úlfa Dís tekur heilt tímabil eftir að hafa klárað háskólanámið sitt. Það er vonandi góðs viti en annars virðist gott jafnvægi í leikmannhópnum sem er skemmtilega samsettur af eldri og yngri, reyndari og óreyndari leikmönnum.“ „Mín tilfinning er sú að það gæti orðið stutt á milli liðanna í 3-7. sæti og ef Stjörnuliðið helst heilt og heldur einbeitingu geta þær vel látið að sér kveða í efri hlutanum.“ Anna María Baldursdóttir hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril og er fyrirliði liðsins.vísir/diego Lykilmenn Lykilmenn Vera Varis, 31 árs markvörður Anna María Baldursdóttir, 30 ára miðvörður Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, 23 ára framherji Fylgist með Undanfarin tvö ár hefur Sandra Hauksdóttir leikið með Álftanesi í 2. deild. Hún er nú komin aftur í Stjörnuna og lék þrjá af fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Sandra, sem er fædd 2008, er sterkur varnarmaður sem gæti fengið eldskírn sína í Bestu deildinni í sumar. Í besta/versta falli Síðasta tímabil var vonbrigði í Garðabænum og Stjörnukonur ætla sér að bæta upp fyrir það. Að komast í efri úrslitakeppnina hlýtur að vera algjört lágmark og annað varla í boði. Stjörnuliðið er sterkara en í fyrra en nýju leikmennirnir ættu að geta togað liðið ofar í töfluna. Ef gjörsamlega allt gengur upp og gott jafnvægi næst milli varnar og sóknar gæti Stjarnan gert atlögu að 3. sætinu. Ofar fer liðið varla en Stjörnukonur ættu að vera léttari í lund í haust en eftir síðasta tímabil.
Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar (4-3-3): Vera Varis Arna Dís Arnþórsdóttir - Anna María Baldursdóttir - Eyrún Embla Hjartardóttir - Jakobína Hjörvarsdóttir Jessica Ayers - Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir - Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir Hulda Hrund Arnarsdóttir - Hrefna Jónsdóttir - Gyða Kristín Gunnarsdóttir
Komnar: Vera Varis frá Keflavík Margrét Lea Gísladóttir frá Breiðabliki Jakobína Hjörvarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Jana Sól Valdimarsdóttir frá HK Birna Jóhannsdóttir frá HK Farnar: Erin McLeod til Halifax Tides (Kanada) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir til Halifax Tides (Kanada) Ingibjörg Erla Sigurðardóttir til Grindavíkur/Njarðvíkur Sóley Edda Ingadóttir til Vals Katrín Erla Clausen til Fram Hrafnhildur Salka Pálmadóttir til Vals (var á láni hjá HK) Eydís María Waagfjörð til Grindavíkur/Njarðvíkur (var á láni hjá Álftanesi) Ólína Ágústa Valdimarsdóttir til Fram
Lykilmenn Vera Varis, 31 árs markvörður Anna María Baldursdóttir, 30 ára miðvörður Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, 23 ára framherji
Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01
Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti