Lífið

Metþátttaka í samkeppni á Akureyri

Alls bárust um það bil 140 tillögur víðs vegar að úr heiminum í hugmyndasamkeppni verkefnisins "Akureyri í öndvegi" um skipulag miðbæjar Akureyrar. Þetta kemur fram á heimasíðunni akureyri.is en keppnin hófst í nóvember á síðasta ári. Aldrei hafa borist jafn margar tillögur í samkeppni af þessu tagi en keppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og beinist einkum að fagfólki á sviði byggingarlistar og skipulags þótt þátttaka hafi verið opin öllum. Dómnefnd skipa Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, formaður, Árni Ólafsson arkitekt, Hlín Sverrisdóttir skipulagsfræðingur og landslagsarkitekt, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, en úrslit verða tilkynnt 14. apríl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.