Innlent

Brjálæðislega hátt verð

"Þetta útboð segir allt um ástandið á fasteignamarkaðinum. Þetta verð er náttúrlega brjálæðislega hátt. Þó Reykjavíkurborg gæfi lóðina þá myndi sá sem fengi hana ekki lækka verðið til viðskiptavinarins. Grundvallaratriði er hvort arðurinn renni til sameiginlegra sjóða eða í vasa einkaaðila," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri um lóðaútboðið í Norðlingaholti en þar buðu menn allt að 17,2 milljónir króna í lóðir yfir einbýlishús. "Á meðan fólk er tilbúið að greiða hátt verð fyrir lóðir þá hlýtur þessi þróun að halda áfram. Það er fyrst og fremst auðvelt aðgengi að lánsfé sem ræður för. Verktakar eiga þessa peninga ekki í sjóðum heldur ganga inn í banka og taka lán í þeirri von að geta selt lóðirnar á uppsprengdu verði til kaupenda," segir Steinunn. "Því miður kemur þetta ekki á óvart. Þetta er alveg í takt við það sem menn hafa spáð fyrir um. Lóðaskortur skilar sér í þessu hækkaða verði. Sá sem heldur því fram að lóðaskortur skili sér ekki í hækkun verðs er hreinlega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta mun ekki lagast fyrr en við hjá Sjálfstæðisflokknum tökum við," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×