Skattalækkun betri en launahækkun 5. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur fyrir því að segja upp samningum á vinnumarkaði. Hann segir kaupmátt hafa aukist um 60 prósent á tíu árum og séu skattalækkanir miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega við utandagskrárumræður í þinginu í dag að allt væri í kalda koli í efnahagslífinu. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sem hóf umræðuna. Hún vildi meðal annars vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða til að bregðast við fyrirsjáanlegri uppsögn samninga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist hins vegar ósammála því að forsendur kjarasamninga væru að bresta. Kaupmáttur launa hefði hækkað um 60 prósent á síðustu tíu árum og hann spurði hvort það væri slæm efnahagsstefna. Hann sagðist viss um það að aðilar vinnumarkaðarins tækju mið af þessu. Hann væri þess fullviss að það væri besta leiðin til þess að bæta kjör fólks um þessar mundir að lækka skattana en ekki að hækka prósentur launa. Haldið yrði fast við þá stefnu. Stjórnarandstaðan sagði greinilegt ójafnvægi í efnahagsmálunum, og benti á viðskiptahalla sem hefði ekki verið meiri frá stríðslokum og vaxandi verðbólgu. Spurt var hvort það væri rugl í forsvarsmönnum vinnumarkaðarins, talsmönnum bankanna, Seðlabankans og fleiri aðilum að aðhald ríkisins væri ekki nægielgt og fyrirsjáanleg væri uppsögn kjarasamninga. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að það væri einhver misskilningur sem verið væri að reyna að koma að að það væri allt í klessu í efnahagsmálum. Staðan í efnahagsmálum væri í aðalatriðum góð og það hefðu allir sem hefðu kynnt sér málið viðurkennt bæði innanlands og utan. Ingibjörg Sólrún sagði að svör forsætisráðherra hefðu verið mjög upplýsandi vegna þess að það sem hann, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hefðu sagt að ríkisstjórnin ætlaði ekkert að gera. Ríkisstjórnin hefði engu hlutverki að gegna í hagstjórninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur fyrir því að segja upp samningum á vinnumarkaði. Hann segir kaupmátt hafa aukist um 60 prósent á tíu árum og séu skattalækkanir miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega við utandagskrárumræður í þinginu í dag að allt væri í kalda koli í efnahagslífinu. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sem hóf umræðuna. Hún vildi meðal annars vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða til að bregðast við fyrirsjáanlegri uppsögn samninga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist hins vegar ósammála því að forsendur kjarasamninga væru að bresta. Kaupmáttur launa hefði hækkað um 60 prósent á síðustu tíu árum og hann spurði hvort það væri slæm efnahagsstefna. Hann sagðist viss um það að aðilar vinnumarkaðarins tækju mið af þessu. Hann væri þess fullviss að það væri besta leiðin til þess að bæta kjör fólks um þessar mundir að lækka skattana en ekki að hækka prósentur launa. Haldið yrði fast við þá stefnu. Stjórnarandstaðan sagði greinilegt ójafnvægi í efnahagsmálunum, og benti á viðskiptahalla sem hefði ekki verið meiri frá stríðslokum og vaxandi verðbólgu. Spurt var hvort það væri rugl í forsvarsmönnum vinnumarkaðarins, talsmönnum bankanna, Seðlabankans og fleiri aðilum að aðhald ríkisins væri ekki nægielgt og fyrirsjáanleg væri uppsögn kjarasamninga. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að það væri einhver misskilningur sem verið væri að reyna að koma að að það væri allt í klessu í efnahagsmálum. Staðan í efnahagsmálum væri í aðalatriðum góð og það hefðu allir sem hefðu kynnt sér málið viðurkennt bæði innanlands og utan. Ingibjörg Sólrún sagði að svör forsætisráðherra hefðu verið mjög upplýsandi vegna þess að það sem hann, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hefðu sagt að ríkisstjórnin ætlaði ekkert að gera. Ríkisstjórnin hefði engu hlutverki að gegna í hagstjórninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira