Sport

Visa-bikarkeppnin 4. júlí

KR, Valur og Akranes komust í gærkvöldi í 8-liða úrslit Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu.  KR-ingar mörðu sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni. Eftir 90 mínútna leik var staðan jöfn, 3-3.  Garðar Jóhannsson og Gunnar Kristjánsson komu KR-ingum í 2-0 en Davíð Þór Rúnarsson og Egill Atlason jöfnuðu metin áður en flautað var til leikhlés.  Gunnar Kristjánsson kom KR yfir í seinni hálfleik en Hörður Bjarnason jafnaði metin.  Ekkert mark var skorað í framlengingunni en KR-ingar sigruðu eftir vítaspyrnukeppni, skoruðu úr sex spyrnum en Víkingar úr fimm.  Kristján Finnbogason varði vítaspyrnu frá markverði Víkinga og Gunnar Kristjánsson tryggði KR-ingum sigur, 9-8 urðu úrslitin. Efsta lið 1. deildar, Breiðablik, náði forsytu gegn Skagamönnum á Akranesi með marki Kristjáns Óla Sigurðssonar.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson jafnaði metin 9 mínútum fyrir leikslok.  Í framlengingu skoraði Pálmi Haraldsson markið sem réði úrslitum og Skagamenn sigruðu 2-1.  Valur vann öruggan sigur á 1. deildarliði Hauka, 5-1.  Garðar Gunnlaugsson skoraði þrjú mörk og þeir Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Baldur Ingimar Aðalsteinsson sitt markið hvor.  Rodney Perry skoraði mark Hauka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×