Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 20:30 Framkonur fagna frábærum sigri sínum á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Hauka örugglega með átta mörkum í 9. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti búast við spennandi leik. Framarar áttu þó ekki í vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Liðin buðu upp á leiftrandi sóknarleik í upphafi leiks. Það var mikið skorað á fyrstu mínútunum en staðan var 5-5 eftir sjö mínútna leik. Skömmu eftir það fór þó að hægjast á sóknarleik Hauka en heimakonur áttu í mestum vandræðum með að koma boltanum á markið og fengu oft og títt dæmt leiktöf á sig. Í þau skipti sem Haukar skutu að marki var Darija Zecevic á tánum og varði flest sem á markið kom. Varnarleikur Framara lagði grunn að góðum sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Skyndilega var staðan orðin 15-8, Fram í vil, og sýndu heimakonur litla mótspyrnu. Haukar vöknuðu þó til lífsins þegar fyrri hálfleikur var að líða undir lok og skoruðu þrjú síðustu mörkin og löguðu stöðuna. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik leiddu Framarar með fjórum mörkum og staðan vænleg fyrir gestina. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks. Fram átti ekki miklum erfiðleikum með að komast í gegnum vörn Hauka en sömuleiðis fór Elín Klara Þorkelsson af stað með miklum krafti í síðari hálfleik en hún skoraði þrjú mörk á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Líkt og í fyrri hálfleik þá misstu heimakonur taktinn og Framarar bættu í markaskorunina með hröðum sóknum. Um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir komnir í sjö marka forystu og ljóst var í hvað stefndi. Fram sigldi heim á endanum afar sannfærandi átta marka sigri, 28-20, og styrkti stöðu sína í 2. sæti Olís-deildar kvenna. Liðin eiga ekki leiki fyrr en í byrjun janúar en deildin fer nú í langt jólafrí vegna EM kvenna í handbolta sem hefst nú í lok nóvember. Atvik leiksins Eftir sjö mínútna leik var eins og eitthvað breyttist í sóknarleik Hauka. Þær fóru vasklega af stað og skoruðu fimm mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins. Hins vegar eftir það fór sóknarleikur Hauka að hiksta verulega og skoruðu Hafnfirðingar aðeins þrjú mörk á 15 mínútna kafla. Þær komu aldrei til baka eftir það og var eftirleikurinn auðveldur fyrir gestina. Stjörnur og skúrkar Það má segja að flestir leikmenn Fram hafi átt prýðisgóðan leik. Steinunn Björnsdóttir með sex mörk, þrjú fiskuð víti og öflug í hjarta varnarinnar. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Alfa Brá Hagalín voru drjúgar í sóknarleiknum og tóku mikið til sín. Darija Zecevic var sannarlega betri en enginn í markinu og varði 15 skot. Steinunn Björnsdóttir skoraði sex mörk og fiskaði þrjú víti í kvöld.Vísir/Anton Brink Útilína Hauka átti ekki sinn besta dag í sókninni. Sóknarleikurinn virtist hugmyndasnauður lengst af í leiknum. Nýtingin var ekki upp á marga fiska og stöðunýtingin hjá skyttunum, Rut Jónsdóttur og Ingu Dís Jóhannsdóttur, var undir pari í leiknum í kvöld. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru í fínum takti við leikinn í dag og fá fínustu einkunn. Þeir voru fljótir að lyfta upp hendinni þegar Haukar vildu keyra niður tempóið í leiknum og héldu þar með ágætum takti í leiknum. Stemning og umgjörð Það má setja kröfur á betri mætingu á pallana, sérstaklega miðað við að það sé síðasti leikur áður en liðin fara í tæplega tveggja mánaða langt jólafrí og þetta eru lið sem eru að berjast ofarlega í deildinni. Ágæt umgjörð og stemning samt sem áður hjá Hafnfirðingum. Viðtöl Stefán: „Áttum mjög erfitt uppdráttar“ Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, laut í lægri hlut á móti liðinu sem hann þjálfaði um árabil.Vísir/Anton Brink Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, þurfti að sætta sig við tap á móti Fram í kvöld. Hann þekkir liðið ansi vel en hann var þjálfari Framara um árabil áður en hann skipti yfir til Hauka og viðurkennir að þær voru mun betra liðið í kvöld. „Við bara áttum mjög erfitt uppdráttar, Fram er flott lið og bara miklu betri en við. Við vorum að spila illa, varnar- og sóknarlega og bara heilt yfir. Það var lítið tempó á okkur. Því miður eins og Fram var frábært var leiðinlegt að eiga ekki betri dag á móti þeim,“ sagði Stefán. Haukar byrjuðu að krafti en þær náðu ekki að nýta færin um miðbik fyrri hálfleiks og þar lá munurinn samkvæmt Stefáni. „Við fengum þó nokkur góð færi en hún var að verja vel [Darija Zecevic]. Við klikkum á einhverjum sex eða átta færum í fyrri hálfleik held ég. Þá kemur þessi munur og Fram er alltof gott varnar- og sóknarlið til að missa það niður. Þær voru frábærar en við eigum mikið inni,“ bætti Stefán við. Þrátt fyrir ágæta kafla inn á milli hjá Haukum var munurinn of mikill á liðunum tveimur og fara Haukakonur inn í jólafríið með tap á bakinu. „Við vorum bara að prófa ýmsa hluti en það ekki upp. Þetta var ekki okkar dagur og leikmenn reyndu en svona er þetta stundum í íþróttum. Það var þó barátta í liðinu en við verðum að gera miklu betur,“ sagði Stefán að endingu. Olís-deild kvenna Haukar Fram
Fram sigraði Hauka örugglega með átta mörkum í 9. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti búast við spennandi leik. Framarar áttu þó ekki í vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Liðin buðu upp á leiftrandi sóknarleik í upphafi leiks. Það var mikið skorað á fyrstu mínútunum en staðan var 5-5 eftir sjö mínútna leik. Skömmu eftir það fór þó að hægjast á sóknarleik Hauka en heimakonur áttu í mestum vandræðum með að koma boltanum á markið og fengu oft og títt dæmt leiktöf á sig. Í þau skipti sem Haukar skutu að marki var Darija Zecevic á tánum og varði flest sem á markið kom. Varnarleikur Framara lagði grunn að góðum sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Skyndilega var staðan orðin 15-8, Fram í vil, og sýndu heimakonur litla mótspyrnu. Haukar vöknuðu þó til lífsins þegar fyrri hálfleikur var að líða undir lok og skoruðu þrjú síðustu mörkin og löguðu stöðuna. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik leiddu Framarar með fjórum mörkum og staðan vænleg fyrir gestina. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks. Fram átti ekki miklum erfiðleikum með að komast í gegnum vörn Hauka en sömuleiðis fór Elín Klara Þorkelsson af stað með miklum krafti í síðari hálfleik en hún skoraði þrjú mörk á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Líkt og í fyrri hálfleik þá misstu heimakonur taktinn og Framarar bættu í markaskorunina með hröðum sóknum. Um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir komnir í sjö marka forystu og ljóst var í hvað stefndi. Fram sigldi heim á endanum afar sannfærandi átta marka sigri, 28-20, og styrkti stöðu sína í 2. sæti Olís-deildar kvenna. Liðin eiga ekki leiki fyrr en í byrjun janúar en deildin fer nú í langt jólafrí vegna EM kvenna í handbolta sem hefst nú í lok nóvember. Atvik leiksins Eftir sjö mínútna leik var eins og eitthvað breyttist í sóknarleik Hauka. Þær fóru vasklega af stað og skoruðu fimm mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins. Hins vegar eftir það fór sóknarleikur Hauka að hiksta verulega og skoruðu Hafnfirðingar aðeins þrjú mörk á 15 mínútna kafla. Þær komu aldrei til baka eftir það og var eftirleikurinn auðveldur fyrir gestina. Stjörnur og skúrkar Það má segja að flestir leikmenn Fram hafi átt prýðisgóðan leik. Steinunn Björnsdóttir með sex mörk, þrjú fiskuð víti og öflug í hjarta varnarinnar. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Alfa Brá Hagalín voru drjúgar í sóknarleiknum og tóku mikið til sín. Darija Zecevic var sannarlega betri en enginn í markinu og varði 15 skot. Steinunn Björnsdóttir skoraði sex mörk og fiskaði þrjú víti í kvöld.Vísir/Anton Brink Útilína Hauka átti ekki sinn besta dag í sókninni. Sóknarleikurinn virtist hugmyndasnauður lengst af í leiknum. Nýtingin var ekki upp á marga fiska og stöðunýtingin hjá skyttunum, Rut Jónsdóttur og Ingu Dís Jóhannsdóttur, var undir pari í leiknum í kvöld. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru í fínum takti við leikinn í dag og fá fínustu einkunn. Þeir voru fljótir að lyfta upp hendinni þegar Haukar vildu keyra niður tempóið í leiknum og héldu þar með ágætum takti í leiknum. Stemning og umgjörð Það má setja kröfur á betri mætingu á pallana, sérstaklega miðað við að það sé síðasti leikur áður en liðin fara í tæplega tveggja mánaða langt jólafrí og þetta eru lið sem eru að berjast ofarlega í deildinni. Ágæt umgjörð og stemning samt sem áður hjá Hafnfirðingum. Viðtöl Stefán: „Áttum mjög erfitt uppdráttar“ Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, laut í lægri hlut á móti liðinu sem hann þjálfaði um árabil.Vísir/Anton Brink Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, þurfti að sætta sig við tap á móti Fram í kvöld. Hann þekkir liðið ansi vel en hann var þjálfari Framara um árabil áður en hann skipti yfir til Hauka og viðurkennir að þær voru mun betra liðið í kvöld. „Við bara áttum mjög erfitt uppdráttar, Fram er flott lið og bara miklu betri en við. Við vorum að spila illa, varnar- og sóknarlega og bara heilt yfir. Það var lítið tempó á okkur. Því miður eins og Fram var frábært var leiðinlegt að eiga ekki betri dag á móti þeim,“ sagði Stefán. Haukar byrjuðu að krafti en þær náðu ekki að nýta færin um miðbik fyrri hálfleiks og þar lá munurinn samkvæmt Stefáni. „Við fengum þó nokkur góð færi en hún var að verja vel [Darija Zecevic]. Við klikkum á einhverjum sex eða átta færum í fyrri hálfleik held ég. Þá kemur þessi munur og Fram er alltof gott varnar- og sóknarlið til að missa það niður. Þær voru frábærar en við eigum mikið inni,“ bætti Stefán við. Þrátt fyrir ágæta kafla inn á milli hjá Haukum var munurinn of mikill á liðunum tveimur og fara Haukakonur inn í jólafríið með tap á bakinu. „Við vorum bara að prófa ýmsa hluti en það ekki upp. Þetta var ekki okkar dagur og leikmenn reyndu en svona er þetta stundum í íþróttum. Það var þó barátta í liðinu en við verðum að gera miklu betur,“ sagði Stefán að endingu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti