Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik 15. júní 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira