United sigraði opnunarleikinn

Manchester United sigraði Everton 2-0 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk rétt í þessu. Mörk United gerðu þeir Ruud van Nistelrooy á 43. mínútu og fyrrum Everton leikmaðurinn, Wayne Rooney. Leikið var á heimavelli Everton, Goodison Park og geta heimamenn talist óheppnir að hafa ekki uppskorið neitt úr leiknum en þeir Phil Neville og Tim Cahill áttu báðir mjög óðan leik á miðju Everton. Hjá United var Edwin van der Saar öflugur í markinu, Jin Sung Park líflegur á vinstri vængnum og van Nistelrroy síógnandi í framlínunni.