Spænski boltinn á Sýn í kvöld
Í kvöld rúllar spænski boltinn á Sýn þegar Real Betis og Barcelona mætast í ofurbikarnum klukkan átta , en þar eigast við sigurvegararnir úr deild og bikar. Barcelona vann síðast sigur í keppninni árið 1996 en Börsungar hafa átt í erfiðleikum í gegnum tíðina gegn Real Betis. Árið 1997 beið Barcelona lægri hlut fyrir Betis í úrslitum Konungsbikarsins og á síðustu leiktíð vann Real Betis - Barcelona í deildinni í Sevilla , 2 - 1 og liðin gerðu jafntefli 3 - 3 á Nývangi.