Spænski boltinn

Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn
Carlo Ancelotti horfði upp á sína menn í Real Madrid detta út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi og nú lítur út fyrir að ítalski þjálfarinn á Santiago Bernabéu klári ekki þetta tímabili.

Ætlar ekki að verja forystuna
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir ljóst að leikmenn liðs hans mæti ekki til leiks gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með það fyrir augum að verja forystu sína. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0.

Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“
Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina.

Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid
Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“
Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu.

McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni
Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins.

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Mapi León, varnarmaður Barcelona, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að snerta andstæðing á óviðeigandi hátt í leik gegn Espanyol í febrúar.

Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald
Kylian Mbappé fékk beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu fyrr í dag. Davide Ancelotti, aðalþjálfari Real Madrid í fjarveru föður síns Carlo, segir Mbappé ekki ofbeldisfullan að eðlisfari, hann hafi brugðist illa við brotum en átt skilið rautt spjald.

Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark
Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa.

Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu
Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin
Real Sociedad vann góðan 3-1 útisigur á Las Palmas í spænslu úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann
Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar.

Barca mistókst að ná sex stiga forskoti
Barcelona mistókst að koma sér í sex stig forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið náði aðeins jafntefli gegn Real Betis á heimavelli.

Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði
Alveg eins og Arsenal fyrr í dag þá tapaði Real Madrid mikilvægum stigum í toppbaráttunni nokkrum dögum áður en liðin mætast síðan á þriðjudagskvöldið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hafði betur í máli sínu gegn spænsku deildinni og tveir lykilleikmenn liðsins mega því klára tímabilið með liðinu. Barcelona á enn möguleika á að vinna þrennuna í ár.

Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum
Barcelona tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á Spáni eftir 1-0 útisigur á Atletico Madrid á Metropolitano í kvöld.

Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu.

Vill hópfjármögnun fyrir Antony
Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.

Lewandowski með tvö og er á toppnum
Barcelona er með þriggja stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir öruggan sigur gegn Girona, 4-1, í dag.

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus
Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði
Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa
Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.

Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu
Osasuna-menn telja að Barcelona hafi verið á svig við reglurnar með því að tefla Inigo Martinez fram í leik liðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Þeir hafa því kært úrslit leiksins en Barcelona vann 3-0.

„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“
Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart.

„Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“
Eftir að hafa tapað illa með Ungverjum gegn Tyrkjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar ákvað Liverpool-stjarnan Dominik Szoboszlai samt að skjóta á hinn tvítuga Arda Güler sem nú segir Szoboszlai algjöran brandara.

Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári
Það virðist endanlega frágengið að bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi í raðir Evrópumeistara Real Madrid í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.

Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum
Barcelona mun ekki snúa aftur á Nývang, Nou Camp, sinn heimavöll fyrr en á næsta tímabili.

Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn
Barcelona vann magnaðan 4-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Atlético Madrid í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Madrídingar lyftu sér á toppinn
Spænsku meistararnir í Real Madrid lyftu sér á topp spænsku deildarinnar með 1-2 útisigri gegn Villarreal í kvöld.