Lyginni líkast Guðmundur Magnússon skrifar 19. janúar 2005 00:01 Hvenær segir fólk satt og hvenær segir það ekki satt? Ætli þetta sé ekki ein algengasta spurning daglegs lífs okkar? Hvenær getum við treyst náunganum og hvenær ekki? "Allir hafa hátt um sannleikann; fáir iðka hann" er haft eftir breska heimspekingnum George Berkeley.Vísindin hafa fyrir löngu verið hagnýtt í þágu sannleiksleitarinnar. Allir kannast við lygamælinn, tækið sem fram kom í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Um það segir á Vísindavef Háskóla Íslands: "Lygamælar heita á erlendum málum "polygraph" en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir "lie detectors". Orðið polygraph merkir eiginlega að "skrifa margt", enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar. Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru. Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans. Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt". Löngum hefur verið deilt um ágæti lygamæla. Víðast hvar eru þeir ekki viðurkennd tækni til að kveða upp úr um satt og ósatt, hvort maður sé að segja sannleikann eða ljúga. Það væri mikil byltingef til væri óvefengjanleg tækni í þessu sambandi. Þá muni lítið þýða fyrir sakamenn að neita ef þeir væru sekir. Þá mundi lítið þýða fyrir stjórnmálamenn og embættismenn að reyna að blekkja almenning. En hætt er við að á heimilum fólks gæti stundum skapast ókyrrð ef tæki af þessu tagi væru orðin jafn algeng og hrærivélin í eldhúsinu. Er hugsanlegt að slík tækni sé að verða til? Það er ekki alveg útilokað eins og lesa má hér á fréttavef BBC, Breska ríkisútvarpsins. Þar segir frá því að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi veitt vísindakonunni dr. Jennifer Vendemia rausnarlegan styrk til að prófa tilgátu hennar um að með því að fylgjast með bylgjuhreyfinginum í heila fólks sé hægt að sjá hvort það segir satt eða ekki. Hún telur að hægt sé að tryggja 94 til 100% áreiðanleika niðurstaðna. Tæknin taki hefðbundnum lygamæliprófum eins og lýst var hér að ofan mjög fram. Aðferð hennar felst í því að festa mikinn fjölda rafskauta á andlit fólks og höfuðleður og lesa síðan af skjá, sem skautin eru tengd við, bylgjuhreyfingarnar í heilanum sem síðan eru túlkaðar. Í viðtali við fréttavef BBC segir Vendemia að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að það taki heilann lengri tíma að kalla fram lygasvör en að segja sannleikann. Þetta hafi verið hægt að prófa með því að mæla heilabylgjurnar. Segja má að þetta sé eitt undirstöðuatriðið í kenningunni. Ekki eru allir í skýjunum yfir þessu. BBC hefur eftir Paul Matthews taugafræðingi í Oxfordað tæki sem les hug fólks sé tómur skáldskapur. "Það er engin tækni fyrir hendi sem sem getur sagt til um hvað fólk er að hugsa. En það er hægt að sjá hvaða svæði í heilanum eru virk hverju sinni," segir hann og bendir á að slík tæki séu þegar í notkun á sjúkrahúsum. Eftir Tor Butler-Cole siðfræðingi við King´s College í London hefur BBC svo að menn ættu ekki að taka í notkun neina tækni af þessu tagi sem ekki er 100% örugg. Til þess séu vítin að varast þau. Einhver tími mun líða áður en dr. Vendemia lýkur rannsóknum sínum. Margir vísindamenn eiga eftir að prófa tilgátu hennar og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Ekki er líklegt að sannleiksvélin komi á markað fyrir næstu jól en Vellygni Bjarni og Gróa á Leiti - og kannski fleiri - ættu samt að gæta ýtrustu varkárni á næstunni og fylgjast með fréttum.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær segir fólk satt og hvenær segir það ekki satt? Ætli þetta sé ekki ein algengasta spurning daglegs lífs okkar? Hvenær getum við treyst náunganum og hvenær ekki? "Allir hafa hátt um sannleikann; fáir iðka hann" er haft eftir breska heimspekingnum George Berkeley.Vísindin hafa fyrir löngu verið hagnýtt í þágu sannleiksleitarinnar. Allir kannast við lygamælinn, tækið sem fram kom í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Um það segir á Vísindavef Háskóla Íslands: "Lygamælar heita á erlendum málum "polygraph" en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir "lie detectors". Orðið polygraph merkir eiginlega að "skrifa margt", enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar. Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru. Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans. Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt". Löngum hefur verið deilt um ágæti lygamæla. Víðast hvar eru þeir ekki viðurkennd tækni til að kveða upp úr um satt og ósatt, hvort maður sé að segja sannleikann eða ljúga. Það væri mikil byltingef til væri óvefengjanleg tækni í þessu sambandi. Þá muni lítið þýða fyrir sakamenn að neita ef þeir væru sekir. Þá mundi lítið þýða fyrir stjórnmálamenn og embættismenn að reyna að blekkja almenning. En hætt er við að á heimilum fólks gæti stundum skapast ókyrrð ef tæki af þessu tagi væru orðin jafn algeng og hrærivélin í eldhúsinu. Er hugsanlegt að slík tækni sé að verða til? Það er ekki alveg útilokað eins og lesa má hér á fréttavef BBC, Breska ríkisútvarpsins. Þar segir frá því að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi veitt vísindakonunni dr. Jennifer Vendemia rausnarlegan styrk til að prófa tilgátu hennar um að með því að fylgjast með bylgjuhreyfinginum í heila fólks sé hægt að sjá hvort það segir satt eða ekki. Hún telur að hægt sé að tryggja 94 til 100% áreiðanleika niðurstaðna. Tæknin taki hefðbundnum lygamæliprófum eins og lýst var hér að ofan mjög fram. Aðferð hennar felst í því að festa mikinn fjölda rafskauta á andlit fólks og höfuðleður og lesa síðan af skjá, sem skautin eru tengd við, bylgjuhreyfingarnar í heilanum sem síðan eru túlkaðar. Í viðtali við fréttavef BBC segir Vendemia að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að það taki heilann lengri tíma að kalla fram lygasvör en að segja sannleikann. Þetta hafi verið hægt að prófa með því að mæla heilabylgjurnar. Segja má að þetta sé eitt undirstöðuatriðið í kenningunni. Ekki eru allir í skýjunum yfir þessu. BBC hefur eftir Paul Matthews taugafræðingi í Oxfordað tæki sem les hug fólks sé tómur skáldskapur. "Það er engin tækni fyrir hendi sem sem getur sagt til um hvað fólk er að hugsa. En það er hægt að sjá hvaða svæði í heilanum eru virk hverju sinni," segir hann og bendir á að slík tæki séu þegar í notkun á sjúkrahúsum. Eftir Tor Butler-Cole siðfræðingi við King´s College í London hefur BBC svo að menn ættu ekki að taka í notkun neina tækni af þessu tagi sem ekki er 100% örugg. Til þess séu vítin að varast þau. Einhver tími mun líða áður en dr. Vendemia lýkur rannsóknum sínum. Margir vísindamenn eiga eftir að prófa tilgátu hennar og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Ekki er líklegt að sannleiksvélin komi á markað fyrir næstu jól en Vellygni Bjarni og Gróa á Leiti - og kannski fleiri - ættu samt að gæta ýtrustu varkárni á næstunni og fylgjast með fréttum.gm@frettabladid.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun