75 fm2 snjóhús í Mývatnssveit 19. janúar 2005 00:01 "Mývatnssveit er aldrei fallegri en á veturna," segir Yngvi Ragnar Kristjánsson framkvæmdarstjóri hótel Sel í Mývatnssveit. "Í dag var hér 12 stiga frost, logn og sólskin og að mínu mati er ekki til neitt fallegra," segir Yngvi og bætir við að hann líti á Mývatnssveit sem vetrarparadís Íslands og draum þeirra sem vilja leika sér í snjó. Á hótelinu er mikil þjónusta við ferðamenn í kringum vetrarsport. Þar er hægt að læra að dorga í gegnum vakir, fara í vélsleðaferðir, jeppaferðir upp að Dettifossi, gönguferðir og stunda allskyns ísafþreyingu. "Á ísnum bjóðum við upp á gokart, keilu og golf og svo endum við allt gaman á að fara í snjóhúsið sem var reist í síðustu viku." Í snjóhúsinu, sem er 75 fm2, eru útskorin borð og stólar úr snjó og ís auk Absolut ísbars. Fyrir utan eru svo allskyns snjóskúlptúrar í tenglum við samstarfsverkefnið Snow Magic sem er samvinna Íslands, Finnlands og Svíþjóðar. "Það er ískalt í snjóhúsinu og frábært að fá sér einn kaldan í lok dagsins og skella sér svo í nýja jarðbaðið svo hér er auðveldlega hægt að blanda saman hita og kulda." Yngvi segir að þar sem lítið hafi fiskast í Mývatni hafi þeir leitað lengra og séu farnir að dorga í Sandvatni og Kringluvatni. "Sandvatn er hér rétt við Mývatnið en Kringluvatn tilheyrir Laxárdal. Þar er samt sama náttúrufegurðin og gaman að sitja þarna og dorga. Svo má ekki gleyma að skoða Dettifoss í vetrarböndum en það er ógleymanleg sjón." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Mývatnssveit er aldrei fallegri en á veturna," segir Yngvi Ragnar Kristjánsson framkvæmdarstjóri hótel Sel í Mývatnssveit. "Í dag var hér 12 stiga frost, logn og sólskin og að mínu mati er ekki til neitt fallegra," segir Yngvi og bætir við að hann líti á Mývatnssveit sem vetrarparadís Íslands og draum þeirra sem vilja leika sér í snjó. Á hótelinu er mikil þjónusta við ferðamenn í kringum vetrarsport. Þar er hægt að læra að dorga í gegnum vakir, fara í vélsleðaferðir, jeppaferðir upp að Dettifossi, gönguferðir og stunda allskyns ísafþreyingu. "Á ísnum bjóðum við upp á gokart, keilu og golf og svo endum við allt gaman á að fara í snjóhúsið sem var reist í síðustu viku." Í snjóhúsinu, sem er 75 fm2, eru útskorin borð og stólar úr snjó og ís auk Absolut ísbars. Fyrir utan eru svo allskyns snjóskúlptúrar í tenglum við samstarfsverkefnið Snow Magic sem er samvinna Íslands, Finnlands og Svíþjóðar. "Það er ískalt í snjóhúsinu og frábært að fá sér einn kaldan í lok dagsins og skella sér svo í nýja jarðbaðið svo hér er auðveldlega hægt að blanda saman hita og kulda." Yngvi segir að þar sem lítið hafi fiskast í Mývatni hafi þeir leitað lengra og séu farnir að dorga í Sandvatni og Kringluvatni. "Sandvatn er hér rétt við Mývatnið en Kringluvatn tilheyrir Laxárdal. Þar er samt sama náttúrufegurðin og gaman að sitja þarna og dorga. Svo má ekki gleyma að skoða Dettifoss í vetrarböndum en það er ógleymanleg sjón." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira