Þekkta fólkið neytir kókaíns 19. janúar 2005 00:01 Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira