Ofsaveður á Hellisheiði 19. janúar 2005 00:01 Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira