Yfirvöld á hættulegri braut 1. október 2005 00:01 "Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
"Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira