Draumar um virðingu sjálfsagðir 1. mars 2005 00:01 "Draumar smáþjóða um að hafa virðingu heimsins eru eðlilegir og sjálfsagðir. Á sama tíma verðum við að átta okkur á því að ekki er sama hvernig við látum þá rætast," sagðir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergs, um þá stefnu stjórnvalda að Ísland taki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2007. Auk Einars Odds fluttu erindi Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Jónína og Steingrímur voru sammála um að Íslendingar gætu látið gott af sér leiða í samfélagi þjóðanna innan vettvangs öryggisráðsins. Einar Oddur hélt því fram að kostnaður Íslendinga við kosningabaráttuna sem fram fer til sætis í öryggisráðinu væri allt að milljarði króna. "Ég vona að íslenska ríkisstjórnin endurmeti þessa ákvörðun í haust líkt og stefnt er að. Það er ekkert launungarmál að ég tel enga möguleika á því að við verðum kjörin í þetta sæti. Ég býst við því að við fáum fjögur atkvæði plús okkar eigin," sagði Einar Oddur og vísaði með því í Norðurlandaþjóðirnar. Steingrímur sagðist ekki andvígur áformum Íslendinga. "Ég er ekki andvígur því að Ísland axli ábyrgð sem fullvalda þjóð með eðlilegan metnað og sjálfstraust til að taka sæti í öryggisráðinu. Ég tel við eigum möguleika á að ná sæti og er því ekki jafnsvartsýnn og Einar Oddur," sagði Steingrímur. Kostnaður legið fyrir frá upphafi Jónína sagði að það hafi legið fyrir frá upphafi fyrir að kostnaðurinn við framboðið og við sæti í öryggisráðinu yrði mun meiri en kostnaðurinn við það sem áður hefur verið ráðist í á vettvangi utanríkismála. "Ríkisstjórnin horfðist í augu við þetta og tók eftir sem áður þá formlegu ákvörðun 1998 að sækjast eftir sætinu og lýsti síðan ákvörðuninni formlega yfir við aðildarríkin haustið 2003," sagði Jónína. Einar Oddur hélt því fram að þegar íslenska ríkisstjórnin tók ákvörðun um að sækjast eftir sæti trúði hún því að við yrðum sjálfkjörin, því einungis Austurríkismenn ætluðu sér að gera slíkt hið sama. "Viðhorfið gjörbreyttist þegar Tyrkir gáfu kost á sér og sækja þeir það mjög hart. Tyrkir gegna í lykilhlutverki í heiminum gagnvart þeim hættum sem að okkur steðja. Tyrkland er hluti hins vestræna heims. Þeir hafa hins vegar tengsl við íslamskar þjóðir sem fá önnur vestræn ríki geta státað sig af. Tengslin milli kristinna manna og íslamstrúarmanna í heiminum verða að taka sinnaskiptum. Við getum haft fullan sóma af því að styðja Tyrki til að gegna þessu starfi í öryggisráðinu," sagði Einar Oddur. Jónína vísaði þessu alfarið á bug. Hún benti á að árið 1998, þegar ákvkörðunin var tekin, hafi það ekki legið fyrir við hverja yrði keppt. "Ákvörðunin byggði ekki á því að við fengjum sæti sjálfkrafa. Nú er hins vegar framundan mjög erfið kosningabarátta meðal aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna, ef við höldum áfram," sagði Jónína. "Ákvörðunin er liður í þeirri viðleitni íslenskra stjórnvalda að sækjast eftir meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi," sagði Jónína og vitnaði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. "Hún er einnig liður í því annars vegar að vega upp á móti missi á hernaðarlegu mikilvægi landsins, sem var á sínum tíma ákveðin trygging fyrir því að hagsmuna okkar væri gætt og hins vegar kemur hún til vegna þess að við erum sannarlega orðin ein ríkasta þjóð heims og eðlilegt að til okkar séu gerðar kröfur til samræmis við það," sagði Jónína Eigum auðvelt með að afla okkur sóma Einar Oddur sagði að Ísland hefði þann bakgrunn og sögu gagnvart lýðræðishefðum og mannréttindum að við ættum auðvelt með að afla okkur sóma og sýna fram á að hér sé heilsteypt þjóð sem geti og vilji vera öðru fólki að gagni. "Við höfum mjög öflugt lið á að skipa en við eigum ekki að beita því vegna metnaðar aðar okkar, það er misskiliningur. Metnaður okkar á að liggja í því að vinnubrögð okkar séu til sóma," sagði hann og ítrekaði að hann teldi að við ættum að draga framboð okkar til baka og styðja Tyrki, heiminum til framdráttar, en ekki okkur sjálfum. Steingrímur minnti á það að öryggisráðið væri sú stofnun sem sigurvegarar síðari heimstyrjaldarinnar hafi stofnað og því endurspegli ráðið valdahlutföll í heiminum fyrir síðari heimsstyrjöld. "Það útskýrir að þjóðir á borð við Frakka fari með neitunarvald í ráðinu en ekki til að mynda Japanir, með stærsta efnahagskerfi heimsins, eða Indverjar, ein fjölmennasta þjóð heims. Þetta hefur leitt til þess að mikil umræða hefur spunnist um að endurskipuleggja þurfi öryggisráðið. Ef við viljum fá sæti í ráðinu verðum við að vera meðvituð um hvernig málin þróast, hvernig öryggisráðið breytist og móta stefnu okkar í þeim efnum," sagði hann. Boðberar friðar og mannréttinda Steingrímur spurði þeirrar spurningar hvort æskilegt væri að fara inn í öryggisráðið nú við þessar aðstæður eða hvort betra væri að sjá til hverjar breytingarnar á því verði. Hann sagði að fyrirvarar sínir varðandi setu íslendinga í öryggisráðinu væru nokkrir. "Að sjálfsögðu skiptir kostnaðurinn máli. Hann er ekki verjandi í ljósi þess hve mikil þörf er fyrir peninga í alþjóðlegu þróunarstarfi eða jafnvel hér heima við," sagði hann. Þá sagði Steingrímur að mikilvægt væri að tryggja það að Ísland ætti sæti í öryggisráðinu á eigin forsendum, með sjálfstæða, óháða stefnu. "Við eigum að vera boðberar friðar og mannréttinda með áherslu á lýðræðislega og lögmæta stjórnarhætti í alþjóðasamstarfinu. Aðeins þannig getur smáþjóð eins og Ísland haft eitthvað að segja," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
"Draumar smáþjóða um að hafa virðingu heimsins eru eðlilegir og sjálfsagðir. Á sama tíma verðum við að átta okkur á því að ekki er sama hvernig við látum þá rætast," sagðir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergs, um þá stefnu stjórnvalda að Ísland taki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2007. Auk Einars Odds fluttu erindi Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Jónína og Steingrímur voru sammála um að Íslendingar gætu látið gott af sér leiða í samfélagi þjóðanna innan vettvangs öryggisráðsins. Einar Oddur hélt því fram að kostnaður Íslendinga við kosningabaráttuna sem fram fer til sætis í öryggisráðinu væri allt að milljarði króna. "Ég vona að íslenska ríkisstjórnin endurmeti þessa ákvörðun í haust líkt og stefnt er að. Það er ekkert launungarmál að ég tel enga möguleika á því að við verðum kjörin í þetta sæti. Ég býst við því að við fáum fjögur atkvæði plús okkar eigin," sagði Einar Oddur og vísaði með því í Norðurlandaþjóðirnar. Steingrímur sagðist ekki andvígur áformum Íslendinga. "Ég er ekki andvígur því að Ísland axli ábyrgð sem fullvalda þjóð með eðlilegan metnað og sjálfstraust til að taka sæti í öryggisráðinu. Ég tel við eigum möguleika á að ná sæti og er því ekki jafnsvartsýnn og Einar Oddur," sagði Steingrímur. Kostnaður legið fyrir frá upphafi Jónína sagði að það hafi legið fyrir frá upphafi fyrir að kostnaðurinn við framboðið og við sæti í öryggisráðinu yrði mun meiri en kostnaðurinn við það sem áður hefur verið ráðist í á vettvangi utanríkismála. "Ríkisstjórnin horfðist í augu við þetta og tók eftir sem áður þá formlegu ákvörðun 1998 að sækjast eftir sætinu og lýsti síðan ákvörðuninni formlega yfir við aðildarríkin haustið 2003," sagði Jónína. Einar Oddur hélt því fram að þegar íslenska ríkisstjórnin tók ákvörðun um að sækjast eftir sæti trúði hún því að við yrðum sjálfkjörin, því einungis Austurríkismenn ætluðu sér að gera slíkt hið sama. "Viðhorfið gjörbreyttist þegar Tyrkir gáfu kost á sér og sækja þeir það mjög hart. Tyrkir gegna í lykilhlutverki í heiminum gagnvart þeim hættum sem að okkur steðja. Tyrkland er hluti hins vestræna heims. Þeir hafa hins vegar tengsl við íslamskar þjóðir sem fá önnur vestræn ríki geta státað sig af. Tengslin milli kristinna manna og íslamstrúarmanna í heiminum verða að taka sinnaskiptum. Við getum haft fullan sóma af því að styðja Tyrki til að gegna þessu starfi í öryggisráðinu," sagði Einar Oddur. Jónína vísaði þessu alfarið á bug. Hún benti á að árið 1998, þegar ákvkörðunin var tekin, hafi það ekki legið fyrir við hverja yrði keppt. "Ákvörðunin byggði ekki á því að við fengjum sæti sjálfkrafa. Nú er hins vegar framundan mjög erfið kosningabarátta meðal aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna, ef við höldum áfram," sagði Jónína. "Ákvörðunin er liður í þeirri viðleitni íslenskra stjórnvalda að sækjast eftir meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi," sagði Jónína og vitnaði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. "Hún er einnig liður í því annars vegar að vega upp á móti missi á hernaðarlegu mikilvægi landsins, sem var á sínum tíma ákveðin trygging fyrir því að hagsmuna okkar væri gætt og hins vegar kemur hún til vegna þess að við erum sannarlega orðin ein ríkasta þjóð heims og eðlilegt að til okkar séu gerðar kröfur til samræmis við það," sagði Jónína Eigum auðvelt með að afla okkur sóma Einar Oddur sagði að Ísland hefði þann bakgrunn og sögu gagnvart lýðræðishefðum og mannréttindum að við ættum auðvelt með að afla okkur sóma og sýna fram á að hér sé heilsteypt þjóð sem geti og vilji vera öðru fólki að gagni. "Við höfum mjög öflugt lið á að skipa en við eigum ekki að beita því vegna metnaðar aðar okkar, það er misskiliningur. Metnaður okkar á að liggja í því að vinnubrögð okkar séu til sóma," sagði hann og ítrekaði að hann teldi að við ættum að draga framboð okkar til baka og styðja Tyrki, heiminum til framdráttar, en ekki okkur sjálfum. Steingrímur minnti á það að öryggisráðið væri sú stofnun sem sigurvegarar síðari heimstyrjaldarinnar hafi stofnað og því endurspegli ráðið valdahlutföll í heiminum fyrir síðari heimsstyrjöld. "Það útskýrir að þjóðir á borð við Frakka fari með neitunarvald í ráðinu en ekki til að mynda Japanir, með stærsta efnahagskerfi heimsins, eða Indverjar, ein fjölmennasta þjóð heims. Þetta hefur leitt til þess að mikil umræða hefur spunnist um að endurskipuleggja þurfi öryggisráðið. Ef við viljum fá sæti í ráðinu verðum við að vera meðvituð um hvernig málin þróast, hvernig öryggisráðið breytist og móta stefnu okkar í þeim efnum," sagði hann. Boðberar friðar og mannréttinda Steingrímur spurði þeirrar spurningar hvort æskilegt væri að fara inn í öryggisráðið nú við þessar aðstæður eða hvort betra væri að sjá til hverjar breytingarnar á því verði. Hann sagði að fyrirvarar sínir varðandi setu íslendinga í öryggisráðinu væru nokkrir. "Að sjálfsögðu skiptir kostnaðurinn máli. Hann er ekki verjandi í ljósi þess hve mikil þörf er fyrir peninga í alþjóðlegu þróunarstarfi eða jafnvel hér heima við," sagði hann. Þá sagði Steingrímur að mikilvægt væri að tryggja það að Ísland ætti sæti í öryggisráðinu á eigin forsendum, með sjálfstæða, óháða stefnu. "Við eigum að vera boðberar friðar og mannréttinda með áherslu á lýðræðislega og lögmæta stjórnarhætti í alþjóðasamstarfinu. Aðeins þannig getur smáþjóð eins og Ísland haft eitthvað að segja," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira