Sport

Eins marks sigur Vals á KA

Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson en hann fór á kostum og skoraði 13 mörk. Hjá KA var Jónatan Magnússon atkvæðamestur með 7 mörk. Valsmenn voru í í næst neðsta sæti fyrir leikinn með 8 stig og þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að blanda sér í toppbaráttuna. Valsmenn náðu þar með að jafna KA að stigum en Norðanmenn eru þó í 3. sæti. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Topplið FH rúllaði upp Selfyssingum með 10 marka mun, 31-21. Afturelding vann nauman útisigur á Stjörnunni 26-27 og Grótta/KR tapaði heima fyrir Fram, 24-26. FH er efst eftir 6 leiki með 10 stig, Fram fylgir fast á eftir með 8 stig, Afturelding læðir sér upp í 3. sæti með 6 stig og hefur sætaskipti við Gróttu/KR sem vermir 4. sætið einnig með 6 stig. Selfoss og Stjarnan reka lestina með 3 stig neðst. Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 13/6, Sigurður Eggertsson 6, Ásbjörn Stefánsson 3, Heimir Árnason 3, Brendan Þorvaldsson 2, Hjalti Þór Pálmason 1. Mörk KA: Jónatan Magnússon 7, Halldór Jóhann Sigfússon 6/3, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Andri Snær Stefánsson 3, Sævar Árnason 3, Magnús Stefánsson 2, Bjartur Máni Sigurðsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×