Kosningarnar blóði drifnar 30. janúar 2005 00:01 Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira