Fréttastofa í gíslingu? Snorri Þórisson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar