Fimm Íslendingar eftirlýstir af Interpol 26. ágúst 2006 08:00 Fíkniefni Kókaín Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni. Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni.
Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira