Innlent

Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms

Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins.

Vilhjálmur sagði í Silfri Egils á NFS fyrir um mánuði að hann hefði undir höndum upplýsingar sem sýndu fram á að útilokað væri að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði verið eigandi að helmingshlut í Eglu sem var í svokölluðum S-hópi sem keypti Búnaðarbankann. Ríkisendurskoðun fór yfir gögnin auk þess ýmissa viðbótargagna og að mati stofnunarinnar kemur ekkert fram í þeim sem nýtt geti talist í málinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×